Á Íslandi

Er á Íslandi núna en ekki í miklu netsambandi, hendi því einhverju þegar ég get, nánar tiltekið þegar ég kem aftur út. Sé ekki fram á tíma til að skrifa eikkað meðan ég er á landinu.

Bkv.

Arnar Freyr 


Cecaser

IMG_1660a

Seinustu dagar voru alveg frábærir hjá okkur. Hrein og bein skemmtun þegar GB & People komu í heimsókn til okkar. Við gerðum alveg ótrúlega mikið, reyndar var ekki mikið farið á Hattan nema einu sinni. Og þá fór ég bara með þeim á meðan Sonja var með drengina, ég skrapp reyndar bara á smástund til að versla nokkra hluti. En annars þá eyddum við bara dögunum í Bay Ridge og uppgvötuðum Century 21 fyrir alvöru, en það hrikalega skemmtileg verslun þar sem hægt er að versla allt á milli himins og jarðar. En svo klikka kaffihúsin ekki sem eru hérna hjá okkur, Starbucks, Chock Full O´Nuts, Dunkin og svo öllu litlu húsin a horninu. Einnig förum við öll i parkið og gengum niður að Hudson, en þar sér maður yfir til Hattan og Verrazano brúnna, en það er stærsta brúin í NY City.

Mig langar að þakka GB & People fyrir frábæra helgi sem var fjörleg frá fyrstu mínutu fram að þeirri seinustu og það var líka alveg hrikalega gaman að sýna þeim hverfið okkur, ekki á hverjum degi sem við getum sýnt fólki okkar daglega líf. Meiri segja fékk GB að upplifa það að fara með þvottinn til kínakonunnar, ekki allir sem fá að upplifa það og veit ég að minnsta systir min getur ekki beðið eftir þvi að koma með í þvottaferð. Það hittir nefnilega alltaf þannig á að ég þarf að ná í þvottinn þegar ég er að tala við hana, hún er farin að rengja það að kínakellingin sé til og heldur því fram að ég nenni ekki að tala við hanaLoL. Það eru nokkrar myndir frá helginni á siðu töffarana.

 IMG_1612s     IMG_1615m

Góða nótt,

Arnar Freyr


Sumarfrí

Ég er búinn með prófin og þessa skólaönn, þannig að niðurstaðan er sumarfri. Eða alla vega þangað til ég byrja að vinna. Næsta skref er bara að njóta næstu daga og undirbúa heimferð. Var að vakna en í gær komu GB & People til okkar. Ætla ekki að hafa þetta lengra því ég ætla ekki að vera dónalegur gagnvart gestunum, sjáumst

Bið að heilsa

Arnar Freyr 


Þriðjudagur til þreytu!!!1

Núna er mánudagskvöld og ég er að læra fyrir prófið á fimmtudaginn, ég er farinn að sjá allt þetta áfengi leka upp í mig, rautt, bleikt, blátt á litinn, hver drykkurinn af fætur öðrum, mig er farið að svima af allri þessari tilhlökkun.

Annars verð ég bara að láta mig dreyma með allt þetta áfengi, þá kannski útaf tveimur litlum drengjum sem vekja mann kannski svona um 6 leytið á morgnana, ef við erum heppinn þá skríða þeir framúr rétt fyrir sjö. Ég efast um að ég nenni að sulla of miklu áfengi og vera frekar mikið þunnur og sofa ekki neitt, eða vakna fyrir allan aldur fram á föstudaginn. En ég ætla samt að fá mér Rosemount og kokteila og vindil og gott að borða sem verður ákveðið á næstu dögum. Kæmi mér ekki á óvart ef það yrði Bay Ridge Pizza. Þessi staður er búinn að vera opinn í 30 ár og stendur vel fyrir sínu, þetta er svona týpísk New York veitingastaðabúlla sem hægt er að treysta fyrir góðum pizzum. Seinasta laugardag þá fórum við á stað sem heitir Hinch en það er algjörlega ekta Amerískur Diner eins og maður sér í bíómyndunum. Maturinn var kannski ekki sá besti en stemmningin var góð og það var líka gaman að fá svona shake í glasi sem er líka eins og í bíómyndunum.

Spurning um að ég tali aðeins meira um mat, klukkan er nefnilega að verða ellefu að kvöldi og hungrið er aðeins farið að segja til sín. Ég elska líka að fá kínverskan mat hérna, hann er alveg hrikalega og góður. A laugardaginn þá eldaði Sonja alveg magnaðan Kínverskan rétt, Kinverskan kjúkling og svo var aðalatriðið kaldar sesamnúðlur.  Það er ekki á alls manns færi að gera svona ekta rúllur en viti menn dúllan smellti bara fram kínversku kvöldi sem heppnaði brilliant og var jafnvel betri en sá pantaði. Heljarinnar þrjú rokkstig í bankann fyrir dúlluna.

Meiri matur...hum...reyndar er maturinn hérna í New York alveg til þess að tala um, ég held ég láti staðar numið núna, áður en ég fer að slefa á lyklaborðið.

Verði ykkur að góðu,

Arnar Freyr


Blood Diamond

Það voru sannar sorgarfréttir sem ég sá í dag.... þetta var hrikalegt, ég trúði ekki mínum eigin augum en þetta var það sem maður mátti búast við. Robbie Fowler kveður Liverpool og veit ég að þetta særir alla, hvort þeir séu Liverpool menn eða ekki. Ég held að ég verði að gera allt sem í mínu valdi stendur og reyna að horfa á kveðjuleikinn á sunnudaginn.

Svo er það spurning, ætti ég að væla og nöldra eitthvað útaf Eurovision, æji nei ég held ekki. Gagnast ekkert en ég held að lausnin sé að syngja næst á rússnesku. Senda góðan íslenskan söngvara, semja textann á rússensku og það slær í gegn. Jafnvel eitt gott Rússneskt rokk. Rósinkrans að rokka á rússnesku, ekkert annað en eitt stórt rokkstig.

Í morgun þá byrjuðum við daginn á að fara í vegabréfsleiðangur fyrir Jónatan, en eins og allt hérna þá tók það allan daginn og kostaði ekki nema 25.000 kr að fá bréfið. En plúsinn er að Jónatan er með tvöfalt ríkisfang og er því gjaldgengur í Bandaríska landsliðið í handbolta, sem er ekki slæmt. Fara á ólympíuleikana og HM. Veit að Villi drengurinn blótar núna, því þetta er einmitt sem hann er að vinna í, koma sér í handbolta landslið Bandaríkjanna fyrir ÓL 2012. Hann er kominn með slagorðið "Free Willy 2012"

Í gær þá kláraði ég asskoti stóran áfanga í skólanum, var með kynningu á hópaverkefninu þar sem ég er einn i hóp og það gekk bara mjög vel. Á bara eftir að taka eitt próf, skila einu verkefni og hópaverkefnisskýrslunni og þá er ég búinn. Klára kl. 21 að íslenskum tíma 17. Mai. Það er einmitt dagurinn sem GB and the People koma til okkar, það verður nú stuð. Um leið og ég kem heim þá ætla ég að opna Rosemount rauðvín, blanda góða margarítu eða annan kokteil, kannski fá mér góðan vindil og taka á móti gestunum. 

En auðvitað verður maður að nefna það að það eru aðeins nokkrir dagar í Íslandsferðina, held að höfuðið á Sonju sé búið að breytast í einn stórann niðurteljara. Kveð í bili og hlökkum til að sjá ykkur.

Biða að heilsa úr hitanum.

Arnar Freyr


Fyrsta vinnuvikan

Núna er kominn sunnudagur og ég kláraði fyrstu vinnuvikuna á föstudaginn, en núna tekur við undirbúningur fyrir prófin og öll skilaverkefnin. Eins og ég nefndi þá hrundi tölvudruslan og ég er enn að vinna upp það sem ég tapaði. Ég er með kynningu á lokaverkefninu á fimmtudaginn og því verð ég að vera búinn þá með verkefnið. Það er vonandi að það gangi því ég þarf að henda inn tveimur öðrum verkefnum. Ætla að reyna að klára allt fyrir fimmtudaginn svo ég geti notað eina viku í hreinan lestur fyrir prófið 17. mai. Veit samt ekki hvort að það gangi en ég vona bara það besta og sjáum hvað það fer langt.

Seinasta vika fór nú bara í vinnu og skólann og nánast á hverjum degi var ég að meðaltali fjóra tíma i ferðalagi á milli staða, þ.e.a.s í vinnu, úr vinnu, í skóla og svo heim úr skólanum. Hver ferð tekur að meðaltali einn klukkutíma, þannig að það er hægt að segja að maður þarf að ferðast lengi hérna í NY á milli staða. Þetta er eitthvað sem ég gæti ALLS EKKI hugsað mér að gera á Islandi, að búa kannski tvo tima frá vinnu og ferðast alltaf á milli.

Litlu drengirnir eru mjög sprækir og eru alltaf í stuði, það sama á við hana Sonju. Þau skemmtu sér vel á meðan ég var mikið frá í seinustu viku og get ég vel ímyndað mér að það hafi tekið smá á taugarnar hjá Sonju að vera ein með þá báða allan þennan tíma, alla vega þá væru taugarnar hjá mér í botni.

Ætla að koma mér aftur í skemmtunina, að læra.

Bið að heilsa,

Arnar Freyr


Dadada

Ætla að gefa mér tíma um helgina til að hripa niður e-h fréttum, heyrumst hress og kát.

Sunnudagur til sælu!!!!!

Það má með sanni segja að sunnudagur sé til sælu því dagurinn í dag byrjaði mjög svo yndislega. Við vöknuðum eldsnemma eins og vanalega og svo þegar ég ætlaði að koma mér í lærdóminn kl. 8 í morgun þá blasti við mér þessi frábæra sjón þegar ég kveikti á tölvunni. Það var nefnilega þannig að það kviknaði ekki á henni og það koma alveg sama dæmi og þegar hún hrundi fyrir tveimur mánuðum. Ég ætlaði algjörlega að missa mig í pirringi og öllu tilheyrandi, ég hótaði meiri segja helv.... tölvudruslunni að hún skildi nú fara beinustu leið út um gluggann ef hún ætlaði ekki vera svo væn að kveikja á sér. En til allrar óhamingju þá gerði hún það ekki, helv.... andsk.... djö.... tölvudruslan þín Angry.

Ég er búinn að vera að vinna hörðum höndum við að klára öll verkefni því ég verð að vinna hjá Ferðamálaráði í næstu viku og ég fæ að taka prófin fyrr en áætlað var. En það kom svo i ljós um kl. 17 í dag að andsk.... harði diskurinn hrundi aftur og öll mín verkefni fóru í súginn, sem betur fer á ég hluta af hópaverkefninu þar sem ég er einn í hóp á blaði. Ég tapaði tveimur öðrum verkefnum algjörlega sem ég á að skila í mai, ég var búinn með þau bæði. En það þýðir samt ekki að leggjast í hýði því þetta hefði getað farið verr og ég ætla bara að treysta á að ég muni sem mest af verkefnum. 

Annars er dagurinn búinn að vera ágætur þá sérstaklega matarlega séð, en hún Sonja mín eldaði alveg klikkaðan Hawaiskan kjúkling sem ég borðaði algjörlega með bestu list. Ætli þetta sé ekki það sem standi upp úr þessum degi, ég gleymdi algjörlega að fá mér kaffi i dag, sem er slæmt því ég hefði alveg mátt við smá eða miklu koffeini. Farinn í háttinn.

Góða nótt og dreymi þig vel.

Arnar Freyr


Styttist í heimferð

Núna eins og Frúin kom á framfæri þá styttist óðum í að við komum heim. Við öll getum ekki beðið eftir að hitta alla og njóta tímans á Íslandi. það verður frekar furðulegt að koma heim í svona nokkurs konar sumarfrí, ekki vera að fara erlendis í sólina. Dagskráin okkar verður eflaust þéttskipuð því það er margt sem við ætlum að gera, hitta alla og borða góðan íslenskan mat. Til að koma því strax að þá hlökkum ógeðslega mikið til að hitta þig Elsa Hrönn!!!!! Við munum koma heim föstudaginn 26. mai og ég verð á landinu til 6, júní en frúin og börnin fara aftur til New York 21. júní. Ég þarf að byrja að vinna þann 7. júní.

Annars er sumarið nokkurn vegið komið hérna, það var 25-30 stiga hiti í byrjun vikunar en núna er veðrið ekki eins gott. Við nutum daganna til fulls á meðan sólin var, við fórum út með drengina í tvo tíma á dag og skemmtum við okkur öll vel. Við fengum meiri segja smá lit í andlitið, sem er ekki slæmt því maður var orðinn frekar grár og gugginn. En samt helst fegurðin alltaf, bara mismikið Wink

Svo styttist nú í prófin hjá mér, hlakka mikið til að klára önnina og komast í frí. Það skemmir ekki að daginn sem ég klára þá koma Guðrún Birna og Thijs til okkar í heimsókn. Það er á stefnuskránni að gera eitthvað mjög skemmtilegt með þeim. Ég og Thijs vorum að spá í að reyna að fara á leik. Ég fór á Ticketmaster til að finna miða á einhvern góðan leik. Það sem kom út úr þessu var að körfuboltinn hjá Knicks er búinn þar sem þeir komust ekki í úrslitakeppnina, þannig að næst var athugað með Ameríska fótboltann, en hann verður ekki byrjaður, eða ég sá alla vega ekki miða á neinn leik. Því næst var það hafnaboltinn, en enginn leikur er á meðan þau verða hjá okkur. Þannig að niðurstaðan er sú að ég fann miða á leik New York Red Bulls og Colombus Crew í knattspyrnu. Það er samt spurning hvort að það sé mikið spennandi að kíkja á þennan leik, kannski alveg eins og að fara á leik í íslenska boltanum sem ekki mjög gaman að mínu mati. En það er aldrei að vita hvað gerist. Ef allt þetta klikkar þá gerum við bara eitthvað skemmtilegt í hverfinu okkar og skellum okkur einhverja daga til Hattan eða þá bara drekkum nokkra bjóra/kokteila/léttvín og borðum góðan mat.

Læt þetta nægja í bili.

Arnar Freyr


Ísland fagra Ísland.....

Þar sem ég hef ekki staðið mig sem skildi í bloggheiminum undanfarið hef ég fengið til sögunnar í annað sinn Frú Sonju B. Frehsmann. Hún ætlar að segja okkur aðeins frá sínum heimi eða hugsunum. Hún hefur nefnt hugsanir sínar Ísland fagra Ísland.....

Ísland fagra Ísland...

Það er farið að styttast mikið í heimkomu okkar til Íslands.  Tilhlökkunin er orðin griðarlega mikil hjá okkur og þá sérstaklega mér.  Það er svo ótrúlega margt sem ég sakna að heiman... 

Mest sakna ég fjölskyldunnar að sjálfsögðu og vinanna.   Við Arnar Freyr erum mjög heppin þvi bæði eigum við frábærar fjölskyldur sem styðja okkur í öllu þvi sem við tökum okkur fyrir hendur og svo höfum við náð að sanka að okkur mjög svo góðum vinum í gegnum tíðina.  Það verður þvi ótrúlega notalegt að koma heim og eyða tíma með öllu þessu góða fólki og sýna þeim afrakstur vetrarins: eitt stykki nýtt barn og svo hefur nú frumburðurinn stækkað um heila 6 cm og þyngst um 2kg fyrir utan að vera orðinn altalandi krakkagormur :o)

En ég verð að viðurkenna að íslenskur matur kemur þarna næst á eftir í þeim hlutum sem ég sakna mest og á orðatiltækið fjarlægðin gerir fjöllin blá vel við.  Venjulegt heimilisbrauð hefur fengið óútskýranlegan guðdómleika yfir sig og já skyrið sem mig langaði að gubba af fyrir nokkrum árum er orðið efst á listanum (sem er orðinn nokkuð langur) sem ég ætla að háma í mig.   Fleirra sem er á matseðlinum hjá mér er:  Bæjarins bestu pylsu, sælgætishræring í Álfheimaísbúðinni, hafrasnúð á Selfossi og uppáhaldið mitt fetaostasnúður hjá Reyni Bakara.  Get alveg sagt ykkur það að ég er með vatn í munninum þegar þetta er skrifað.  

Hluturinn sem Arnari Frey hlakkar einna mest til að gera þegar heim er komið er að keyra bíl.  Held að endalausar strætóferðir séu ekki eitthvað sem hann ætli að halda áfram að stunda eftir þetta Ameríkuævintýri hahaha.  Það er engin vafi á því að þessi flutningur okkar hefur haft marga kosti og ókosti í för með sér. Ókostirnir eru nú fyrst og fremst fjölskylduleysið, bilaleysið, námslán og siðast en ekki síst málaferlið fræga. Kostirnir eru nu sem betur fer fleirri og kannski fyrst og fremst þeir að maður upplifir og lærir nýja hluti daglega.  Hlutir sem maður tekur sem sjálfsögðum heima verða kannski ekki lengur svo sjálfsagðir og að sama skapi verður maður að gera sér að góðu eitthvað hér sem er "betra" heima.  Mér finnst þessi upplifun dýrmæt þvi ég held að stöndum uppi sterkari manneskjur eftir hvern dag. Aðrir kostir eru veðráttan, verðlagið, is og pizzur.  Uhm eða kannski ætti ég að flokka ísinn og pizzurnar frekar sem ókost þvi það hefur reynst okkur hjónum MJÖG erfitt að standast þær freistingar.  Kannski verður það líka eitt af þvi sem við hjónin getum sýnt sem afrakstur vetrarins - nokkur aukakiló....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband