11.1.2007 | 04:58
Jęja žį er komiš aš žvķ
Eftir langt og strangt įkvöršunarferli hef ég įkvešiš aš reyna aš skrifa nokkrar lķnur af og til. Vonandi mun žaš takast alla vega į mešan viš dveljum hér ķ USA. Annars voru jólin aš klįrast og amma Hóna er farin aftur til Ķslands, hśn var hérna hjį okkur yfir jólin og skemmtum viš okkur vel. Žaš hefur nś alltaf veriš svolķtiš tómlegt žegar jólin hafa endaš, en nśna getum mašur bara ekki veriš leišur žvķ žaš styttist meš hverjum deginum žangaš til litli Arnarsson kemur ķ heiminn. Eftir śtreikninga žį höfum viš komist aš žvķ aš hann kemur 14. feb en svo er bara aš bķša og sjį hvort aš žaš standist.
Svo er nś ekki hęgt aš kvarta žvķ viš litla fjölskyldan veršum meš okkur įrlegu žrettįndagleši nęsta sunnudag, en žį er pöntuš pizza og keypt ógrynni af nammi og horft į svona fjórar til fimm kvikmyndir. Reyndar veršur žessi dagur ekki til aš hjįlpa til viš aš nį af sér jólasteikinni, aldrei įšur hef ég nįš aš safna eins miklu af óžarfa ašskotafitu į svona skömmum tķma. Finnst ég vera oršinn hnöttóttur og andlitiš eins og blašra. Ég hef bannaš allar myndatökur af mér ķ óįkvešin tķma og stefni ég aš žvķ aš lįta mynda mig vonandi aftur į žessu įri.
Žį er aš prufa aš henda žessu inn og sjį hvort aš ég nįi aš halda įfram aš skrifa eitthvaš inn nęstu daga, vikur og mįnuši. Shit mašur, žetta var nęstum bśiš aš klikka žegar ég ętlaši aš henda žessu inn, en einmitt į žeim tķma žegar ég var aš setja žetta žį datt netiš ś tog žaš kom this page cannot be displayed. En sem betur fer mundi ég aš vista žetta rétt įšur en opnunin yrši. Til žess aš kvarta ašeins žį langar mig aš kvarta yfir netinu hérna ķ NY, en žaš er svo slow og sambandiš alltaf slitna, getur gert mann helvķti pirrašan.
Kvešja,
Arnar Freyr
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.