11.1.2007 | 05:00
Jólin í NY
Það var nú svolítið skrýtið að vera ekki á Íslandi yfir jólin og áramótin en sem betur fer gátum við sett fram smá íslenska jóla stemmningu. Frá og með 1. des glumdu íslensku jólalögin í bland við þau erlendu daginn inn og daginn út. Svo vorum við mjög heppin og fengum ömmuna til okkar yfir jólin og kom hún færandi hendi með fullt af íslensku góðgæti. Það var yndislegt þegar ég sá Nóa konfektið og guð minn góður hvað ég borðaði mikið af því. Einnig kom hún með íslenska blandið, appelsín og malt, við eigum enn eftir eina maltflösku og eitthvað af appelsíni en það verður drukkið á þrettándagleðinni.
Á jóladagsmorgun gerði amman sitt margrómaða kakó sem við drukkum með bestustu list ásamt brúnkökunni sem hún kom með. Þetta bland, kakó og brúnkaka er eitthvað til að tala um. Ég drakk frekar mikið af því og slátraði svona nokkrum sneiðum af kökunni og kostaði þetta allt sitt, svona kannski extra mánuður í æfingum,,,,, en þetta var allt þess virði.
Við notuðum jólin einnig í að sýna ömmunni Nefjork, við fórum með hana á Manhattan og Staten Island. Á Manhattan skoðum við búðir, fórum í Soho og Tribeca ásamt því að rölta um allt og fara í Central Park. Á Staten Island skoðuðum við verslunarmiðstöðina og ég tók gömlu með mér í skólann og sýndi henni svæðið.
Gamlársdagur var mjög góður, við borðuðum svínabóg sem skvísan og amman elduðu í sameiningu, hann var alveg ljúfengur. Annars reyndum við að gera þetta svolítið íslenskt með því að hlusta á íslensk hátíðarlög meðan við borðuðum, horfðum á skaupið um kvöldið og drukkum jólaöl. Einnig heyrðum við í systkynum mínum en þau vorum með smá gleði hjá Reynþóri, það var hið árlega furðufataþema. Það var víst ákveðið að þemað yrði ljótir íþróttabúningar. Til að sýna út á hvað þetta gengur þá skelli ég inn mynd frá kvöldinu hjá þeim.
Gleðileg jól
Arnar Freyr
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.