11.1.2007 | 15:08
Dagurinn í dag
Jæja, ég ætla að fara að koma mér í háttinn, var að enda við að horfa á frekar slakan leik Knicks og Portlands. Loksins vann Knicks en mikið hefur verið talað og skrifað hér hvað þeir hafa verið slakir. Svo hefur víst áhorfið og mæting á leiki snarminnkað og þeir eru víst að bjóða frekar ódýra miða miðað við venjulegt verð. Spurning hvort að maður skelli sér á leik, nenni samt eiginlega ekki að horfa á þetta skelfilega lið, nema að mínir menn í Lakers mæti í borgina. Ég hef séð nokkra leiki með Lakers og hef ótrúlega gaman af, hefur eiginlega komið í stað meistaradeildarinnar. Það ótrúlega við þetta land að ein stöð sýnir alltaf leiki frá ensku á laugardögum, hef séð leiki með Liverpool og gaman að sjá hvað þeir eru helvíti góðir og hversu Chelsea er ógeðslega lélegir miðað við aðastæður. Ekki slæmt að sjá Mourinho greyið væla.
Annars er allt gott að frétta héðan, við ætlum að fara að koma okkur í að kæra hana Lailu vinkonu okkar fljótlega. Svo skemmtilega vill til þá er hún farin að vinna í apótekinu fyrir neðan okkur og erum við alltaf að hitta á hana. Það verður ekki leiðinlegt að hitta hana eftir að við kærum hana hvað þá ef við fáum peningin okkar aftur tilbaka. Mig langar hrikalega að laumast með myndavélina í apótekið og taka mynd af henni svo ég geti sýnt ykkur ógeðið.... dísús kræst hvað hún er ógeðslega ómyndarleg og bara viðbjóðsleg. Við fáum enn hroll þegar við hugsum tilbaka þegar við gistum í þessu sorabæli hennar. Lyktin og óhreinindin voru óhuggnaleg, Sonja og Kristófer vöknuðu alltaf með bit á líkamanum eftir einhverjar skemmtilegar pöddur. Eitthvað var minn skrokkur ekki nægilega góður fyrir þær, því aldrei vaknaði ég með bit... verð að viðurkenna að ég fékk smá höfnunartilfinningu.
Af Sonju er allt gott að frétta, henni líður mjög vel og er komin á 34 viku. Ég verð að viðurkenna að hún kemur mér alltaf á óvart hversu góður kokkur hún er. Hún matreiðir alltaf svo gott og hefur meiri segja komið mér á bragðið með fisk, var ekki mikill fiskimaður. Hún er alveg frábær eiginkona, alltaf svo góð og hugsar mjög vel um okkur strákana. Kristófer er eiginlega ekki lengur lítið barn heldur er hann bara orðin krakki þrátt fyrir ungan aldur. Hann er farinn að tala svo mikið og er alveg ótrúlega sniðugur og skemmtilegur. Er alveg frekar stríðinn, veit ekki hvar hann hefur fengið það ;).
Að lokum vil ég mæla með einu fyrir ykkur hvort sem þið eruð lítil eða stór börn á öllum aldri. Það er apinn Curious George, en Kristófer fékk myndina um hann frá ömmu Hónu og hefur myndin verið spiluð að meðaltali kannski 5* á dag. Drengurinn hefur alltaf jafn gaman af honum og ég verð að viðurkenna að mér finnst myndin bara skemmtileg. Hef ekki fengið leið þó svo ég hafi kannski séð hana 20* og á morgun verð ég alla vega búinn að sjá hana 23*.
Góða nótt frá New York.
Arnar Freyr
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.