Föstudagurinn 5. jan

Núna er kominn föstudagur og við ætlum að fara út og kíkja aðeins á mannlífið hér í miðbænum, skoða dót fyrir litla bróður, ekki fyllerí ef þú varst að spá í því :). Í gær þá horfði ég á Lakers v.s Kings og vá hvað þetta var geðveikur leikur, framlenging og læti. Lakers missti niður 21 stigs forystu og jöfnuðu svo þegar 0.1 sek. var eftir. Kobe var outstanding og Charles Barkley var ekki síðri sem þulur. Frekar hnyttinn tappi með smá hroka og góðan húmor.

Annars héldum við í gær að litli bróðirinn ætlaði bara að fara að koma í heiminn og þá svolítið fyrir tímann. Því Sonja byrjaði að finna skrýtinn seiðing og smá óþægindi í mallanum, þetta endurtók sig svo fjórum sinnum á 30 mín. fresti. Ég verð að viðurkenna að ég var orðinn hel.... stressaður, erum nefnilega ekki búin að finna nýjan spítala eftir að við ákváðum að hætta hjá þeim sem Sonja fór fyrst í skoðun. Einnig hefði ég þurft að vera heima með Kristófer, því Kristín er enn á Íslandi og Sonja hefði farið ein upp á spítala. En sem betur fer hætti þetta og við áttum bara rólega og góða stund um kvöldið og horfðum á tvo þætti af Greys´Anatomy við mikin fögnuð Sonju sem hafði nefnilega ekki séð þá.

Á morgun er svo okkar árlega þrettándagleði og ætlum við líklegast að horfa á Kill Bill 1 og 2 og taka svo tvær myndir sem við náum í gegnum sjónvarpið. Hrikalega þægilegt að þurfa ekki að fara út á video leigu og ná í spólu og hvað þá að skila henni. Að skila spólu er eitt það leiðinlegasta sem maður gerir og ég veit að fólk er sammála mér. Það er eitthvað við það sem ég get ekki útskýrt, þetta er bara allt annað en að fara út og taka spóluna.

Bið að heilsa í bili.
Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband