11.1.2007 | 15:24
Lila Alabalouli....
Dagurinn í dag hefur verið mjög góður og viðburðarríkur hjá okkur komandi vísitölufjölsku í New York. Það má eiginlega segja að vikan hafi byrjað mjög skemmtilega því skvísan mín fór í bumbuskoðun á mánudaginn var. Ég var einmitt um daginn að tala um að við héldum að bumbusonurinn væri að koma vegna seiðings og verkja í mallanum hjá Sonju. Það hefur nefnilega eitthvað verið að gerast því þegar Sonjan kom heim úr skoðuninni þá ljómaði hún öll, hún fékk nefnilega að vita hún er komin með einn í útvíkkun, sem þýðir að eitthvað getur gerst fljótlega. Kannski verð ég bara orðinn tvöfaldur faðir þegar þú lest þetta :)
Dagurinn í gær var kannski ekkert merkilegur nema einhver leiðinlegur fótboltaleikur var á Englandi þar sem skoruð voru 9 mörk, nenni ekki að fara nánar út í það. Eins og er þá man ég ekki eftir miklu nema ég losaði mig við nánast allt súkkulaðið sem ég át um helgina......... og er enn að losa.
Þá er komið að deginum í dag, hann var nú helvíti skemmtilegur. Ég fór nefnilega niður í downtown Brooklyn og lagði fram kæru handa uppáhaldsvinkonu okkar og næstum því systur Sonju..... Lila Alalabouli var kærð í dag, ó hvað ég væri til í að vera fluga á vegg þegar hún fær kæruna og sjá hana öskra og æpa eins og henni er lagið. Við ætlum að fara niður í Rite Aid á hverjum degi í næstu viku og vonast til að rekast á kvikindið, spurning um að lauma með myndavél eða upptökutæki. Ég sé þetta alveg fyrir, kvikindið maulandi á arabísku, blótandi og óskrandi þessi ískrandi og taugaveiklaða rödd. Málið verður tekið fyrir 20. febrúar kl. 18:30, eða þar um bil. Það verður nú fróðlegt að fara með málið sjálfur í amerískum réttarsal, stefni á að horfa á fimm Matlock þætti til að hita upp og nota sömu tækni og Cruise notaði á Nicholson í (Few Good Man "You Can´t handle the truth").
Ég verð að viðurkenna að ferðin niður í miðbæ Brooklyn var nú alveg skemmtileg eða frekar furðuleg. Ég lagði af stað í þessa ferð með adressuna en hafði samt ekki hugmynd hvert ég átti að fara, ég tók bara áhættuna og skellti mér í óvissuna. Svo fór ég í Subway-inn, það fyrsta þá hef ég aldrei verið í eins hreinlegum Subway, kannski ekki merkilegt nema hvað mest allt sem tengist samgöngukerfinu er alveg ógeðslega skítugt. Þegar ég kom svo í miðbæinn þá var orðið frekar kalt, við frostmark og hvasst. Þegar ég fór svo að spá í því hvert ég ætti að fara þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hugmynd um það. Ég hugsaðu samkvæmt korti þá ætti ég að fara til vinstri svo ég fór þangað. En þegar ég var búinn að ganga tvo stræti þá hugsaði ég mér að þetta hlyti að vera bull svo ég snéri við og fór í hina áttina. Ég gekk og gekk, var búinn að ganga asskoti lengi þegar ég ákvað að spyrja til vegar.
Ég fór á næsta póstmann, því hann hlyti að vita hvar Lexington stræti væri. Ég spurði hann, en hann kannaðist ekkert við þetta, hrissti bara hausinn eins og ég væri algjör. Aftir á móti þá hugsaði ég hvernig póstmaður hann væri sem vissi ekki hvað göturnar hétu í bænum. Því næst þegar ég var kannski búinn að ganga tíu skref þá sá ég ......Livingston stræti, já viti menn jafn ringlaður og oft áður, spurði um götu sem ekki var ekki einu sinni í miðbænum og á sama tíma þá var ég allan tímann í götunni sem ég var að leita að. Ég var ekkert smá ánægður að hafa ramblað inn á götuna sem ég var að leita eftir, orðinn vel kaldur og svangur svo ég ákvað að skella mér inn á Dunkin Donuts.
Ég fékk mér kleinuhring og kaffi, annars þá hefur þessi búlla komið mér hrikalega vel á óvart og er orðin ein af mínum uppáhalds, (America Runs on Dunkin). Ég gekk út með þetta nesti og byrjaði að jappla á en fljótlega var ég bara kominn að Small Court í Brooklyn. Ég fór inn og ætlaði að klára þetta í andyrinu en var bannað af öryggisvörðum, ég þurfti því að henda þessu svekktur og blótandi yfir hrikalegri og ómannúðlegri meðferð á ungum dreng. Ég gat ekki annað en hent þessu því ég vildi ekki fara aftur út í kuldann, því næst fór ég að öryggishliðinu og þvílík gæsla var þarna. Leifsstöð kemst ekki nálægt þeim í gæslu, ég þurfti að fara úr öllu nema brók, (ýki smá). Þegar ég kom inn í herbergið þar sem ég þurfti að leggja fram kæru þá fannst mér ég bara vera kominn í einhverja mynd beint úr "hoodinu" Herbergið var troðfullt af algjörlega misjöfnu fólki, alveg frá heimilislausu fólki og alveg upp í "mig" Ég lagði svo fram kæruna og beið kannski í klukkutíma eftir að það kæmi að mér að leggja fram kæru. Ég kláraði þetta með bros á vör og hljóp svo út í kuldann sigri hrósandi yfir því að vera búinn að þessu. Þá er bara að bíða eftir að 20. feb renni upp og við vonum það besta að við fáum peninginn okkar aftur.
Mynd af Small Court í Brooklyn
Takk fyrir mig,
Arnar Freyr
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.