Twin Peaks

Sunnudagurinn 14. janúar byrjaði rólega og mjög svipað og aðrir dagar hjá okkur skvísunni. Við vöknuðum með litla kútnum nema ég lá aðeins lengur upp í rúmi. Og svo til að friða samviskuna ákvað ég að skella mér í hlaupagallann og brenna svona kannski þremur kaloríum. Ég notaði hlaupaskóna til að fara til Dyker Heights sem er næsta hverfi við okkur. Ég sá nokkur skemmtileg og mjög spennandi bakarí með svona ekta brauðum. En...já....já haldið þið að minn hafi ekki þurft að fá svona hrikalega magaverki.

Ég get svarið það að ég var hálftíma frá þeim tíma þegar verkirnir byrjuðu að komast heim, og vá hvað það var vont og vá hvað ég hugsaði til hennar Sonju minnar sem er að fara að koma yngsta drengnum okkar í heiminn eftir nokkra daga eða vikur. Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði að; ég er að væla útaf smá verkjum, og á meðan hún og aðrar konur eru að koma börnum út úr sínum heilögu göngum. Ótrúlegt hvað maður getur vorkennt sér þegar aðrir ganga í gegnum mikið meira.

Þetta var ekki alveg það mest spennandi í dag því þegar ég hafði verið heima kannski í 40 mín, þá hringdi dyrabjallann, og ég svaraði......... röddin hinu megin segir; Mr. Reynisson.  Vá: hugsa ég, er pósturinn eða UPS að vinna á sunnudegi, svo ég opna bara hurðina og stendur þá ekki Victor Rafn Viktorsson fyrir utan, en hann er maður yngstu systur minnar hennar Elsu Hrannar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og frekar mikið óvænt, gaman væri ef maður opnaði á hverjum sunnudegi útihurðina og þá myndi standa fyrir utan einhver skemmtilegur.

Vikki var í New Jersey, (sem er ein af skítaborgum USA) frá því á fimmtudag með Júlla vinnufélaga sínum, þeir voru á einhverjum fyrirlestri í sveitabæ upp í Jersey, hver í andsk... býr í Jersey.

Aftur að heimsókninni þá ákvað ég að sýna þeim miðbæ NY. Það var alveg ótrúlega gaman og áttum við mjög skemmtilega dag. Gerðist kannski ekkert spennandi, nema við fundum vonandi peysu fyrir Elsu Hrönn og þeir keyptu mikið af NY dóti fyrir krakkana sína. Og svo voru þeir næstum búinir að missa af flugi vegna þess að að lestin sem við þurftum að taka tilbaka ákvað að fara aðra leið en venjulega útaf viðgerða. Þegar ég skrifa þetta þá veit ég ekki hvort þeir náðu fluginu en vonum það besta, en ef ekki þá ef sófinn hjá okkur laus.

Skelli inn myndum af deginum í dag..................................

IMG_0595bIMG_0596bIMG_0599bIMG_0600bIMG_0601bIMG_0598

Á MORGUN VERÐUR VEÐBANKI SETTUR Í GANG... FYLGSTU MEÐ OG TAKTU ÞÁTT.

Hejsan,

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband