Are you from Russia?

RussiaFlag

Hvað er málið, verð ég nú að spyrja. Það eru ekki ófá skiptin sem maður heyrir hérna úti: Are you from Russia eða Do you speak Russian? Einhvern vegin finnst mér þetta hálf niðurlægjandi, ég veit ekki alveg hvers vegna. En ætli það sé ekki vegna þess að fólkið frá þessu landi og löndunum í kring eru ekki alveg það skemmtilegasta og hvað þá myndarlegasta. Mér hefur alltaf fundist ég óskaplega myndarlegur, alla vega áður en ég kom hingað. Einnig hef ég verið spurður hvort ég sé frá Póllandi, sem er ekki betra. Ég er ekki með neinn rasisma, en af reynslu minni þá er hún frekar neikvæð gagnvart fyrrverandi kommúnismalöndunum. Hvers vegna getur enginn spurt hvort maður sé bara frá Skandinavíu eða Mið-Evrópu, kannski er það útaf fólk hérna þekkir ekki til þessara landa. Ég trúi ekki að ég sé með útlit eins og Rússar ætla frekar að trúa því að það sé hreimurinn eða fáviska fólks hér í borg. Sonja hefur meiri segja lent í þessu líka og henni finnst þetta frekar niðrandi vegna þess að hennar mati eru konur frá þessum löndum hálf druslulegar. Ef þið komið til USA þá megið þið eiga von á þessu Wink 

Annars er allt gott að frétta af okkur, Sonja fór í skoðun í gær og fékk þá að vita að allt liti vel út. Kristófer er alltaf jafn sprækur og hress og þroskast ótrúlega með hverjum deginum sem líður. Svo vil ég minna á veðbankann, endilega takið þátt þið sem hafið ekki gert það nú þegar.

Bið að heilsa frá New York.

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehehe... Ég held að það sé tungumálið sem þeir tengja við Austur-Evrópulöndin.. ég ég var spurður nokkrum sinnum, hvort ég væri nasisti eða Þjóðverji.. Ameríkanar gera ekki mikin mun.. Eitt sinn kom risa stór Svertingi upp að mér í lestinn á leiðinni til LA og spurði mig hvort ég væir Nasisti.. Og mér var hreint ekki sama, og sagðist vera Íslendingur en ekki rassisti.. Þá fór hann að hlæja... Hann var að vinna já Casting fyrirtæki í LA og vantaði í hlutverk fyrir hitlers æskuna.. Ég af þakkaði það pent, líklega eina tækifærið sem ég hef fengið til að meika það í LA...

 Þannig þú veist aldrei hvort þú átt eftir að hagnast af þessum samlíkingum eða ekki.. 

Ingi Björn Sigurðsson, 19.1.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband