Hátíðarhöld!!!!!

DSC_5408

Ég fékk undarlega tilfinningu fyrr í dag, mér fannst eins og það ætti vera eitthvað sem ég ætti að fagna í tilefni dagsins. Eftir nokkra stund áttaði ég mig á þessu. Já hugsaði ég, það var einmitt á þessum degi fyrir þremur árum að Vilhelm Gauti fyrrum fyrirliði HK í handknattleik skoraði þrjú mörk á sömu æfingunni og tel ég einu sinni ekki með mörk í upphitun hjá honum. Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum degi, það var ótrúlega gaman að sjá drenginn í þessum mikla ham sem hann var í.

Æfingin byrjaði eins og venjulega með upphitun en eftir hana var skipt í tvö 7 manna lið, og sem betur fer var ég með honum í Villa í liði, því enginn markmaður myndi óska sér að lenda í drengnum í þessum brjálaða ham. Ég verð að viðurkenna að fyrsta markið sem hann skoraði er eitt af mínum uppáhalds, en það var þannig að við vorum búin að standa í vörn í þónokkurn tíma þegar Villi nær að stela boltanum úr höndum andstæðingana. Hann geystist upp völlinn á ógnarhraða, það horfðu allir öfundaraugum á hann yfir hraðanum sem hann var á. Það meiri segja rumdi í salnum og allir leikmenn horfðu stjarfir á hann. Hann hljóp það hratt að enginn þorði að fylgja honum eftir, sem betur fer stóð ég ekki í markinu á móti honum því ég hefði bara lokað augunum eða hlaupið úr markinu. Hann hljóp endilangann völlinn stökk upp á 6 metrum og hamraði boltanum í netmöskvana. Allurinn salurinn klappaði og fagnaði með honum.

Annað markið var nú ekki slæmt en það skoraði hann úr vítakasti sem hann meiri segja fiskaði sjálfur eftir að hafa tekið sína vinsælu gabbhreyfingu, en hún kallast ormurinn. Hraði, snerpa og einbeiting var mottó Villa á þessari æfingu og verð ég að viðurkenna að þessi atvik munu seint fara úr mínu minni. Þriðja markið var stórglæsilegt en það skoraði hann eftir að hafa stokkið hæð sína í loft upp af 9 metrum og hamrað boltanum efst í fjærhornið. Ég efast um að einhver hafi séð boltann því það heyrðist bara gustur um allan salinn og "bamm" þegar boltinn lendi í netinu.

Annars vil ég óska þér Villi minn til hamingju með þennan dag og synd að geta ekki haldið upp á þetta með þér. Við munum gera eitthvað skemmtilegt á fimm ára afmælinu, það er alveg pottþétt. Eflaust munt þú og Svanhvít gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins og vil ég óska ykkur góðrar skemmtunar og ánægjulegs dags. 

Með kærri kveðju,

Arnar Freyr

E.s Smá skáld í gangi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe góður, maður er nú ekki kallaður eldingin fyrir ekki neitt ;)   Ég er eimmitt í þessu að horfa á Ísland-Ástralía og staðan er 20-4.  Ég held svei mér þá Arnar að ef við ættum séns á því að fá ríksiborgararétt í Ástralíu þá getum við farið á stórmót....ekki leiðinlegt það.  Þakka annars hlý orð í minn garð, bið að heilsa familiet.  Bíðum spennt eftir að nýr meðlimur kemur í heiminn.

Kv,

Villi og Svanhvít

p.s. staðan er orðin 23-4 :S

Villi Elding (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband