23.1.2007 | 02:58
Law and order!!!
Jæja, þá er mánudagur runninn upp og helgin liðin. Þessir dagar hafa verið alveg ljómandi góðir, en fyrst verð ég nú að hrósa íslenska landsliðinu fyrir sigurinn á Frökkum í dag. Annar eins sigur í íslensku íþróttalífi hefur að mínu mati aldrei gerst áður. Að sigra Evrópumeistarana með 8 mörkum og með alveg svakalega góðum leik gefur landsliðinu mörg rokkstig. En þrátt fyrir frábæran sigur get ég ekki hrósað RÚV fyrir góða leiki og gott mót. Eftir að hafa séð Liverpool vinna góðan sigur á Chelsea um helgina ætlaði ég að horfa á leikinn gegn Áströlum í gegnum netið. En þetta yndislega ríkissjónvarp okkar Íslendinga hefur ekki sótt um leyfi eða reynt að fá það til að senda út á netinu. Ég get ekki annað en blótað þeim fyrir að hugsa ekki um íslendinga sem búa erlendis og ætla ég að vona að þeir reyni að bjarga þessu í milliriðlunum eða sendi líka út óbeint.
Annars eftir leikinn þá gerðist nokkuð fyndið, ég fór niður til að ná í póstinn. Og ég sá umslag frá People´s Court í New York. Ég áttaði mig á því að þetta tengdist eitthvað henni Lilu, vinkonunni okkar sem við kærðum. Svo skemmtilega vill til þá var þetta bréf frá sjónvarpsþætti sem er á sjónvarpsstöðinni Fox 5. Þessi stöð sýnir meðal annars Ameríska Idolið, 24 og fleiri góða þætti. Málið er að þeir vilja taka kæruna og sjónvarpa henni í þætti sem heitir People´s Court. Það er virkilega ótrúlegt að við megum ekki gera neitt þá vilja allir sjónvarpa því, það er eitthvað með okkur og Beckham fjölskylduna, allt sem við gerum endar í fjölmiðlum. Það er samt spurning hvort við eigum að láta verða af þessu og hvort að Lila vilji taka þátt í þessu. En kostinir væru að við fengjum peninginn greiddan tilbaka hvort sem við myndum vinna eða tapa. Hérna er tengill á þáttinn og endilega segjið ykkar skoðun hvort við ættum að taka þátt í þessu.
Bóndadagurinn var á föstudaginn en við héldum upp á hann á laugardaginn. Það var ekki ég sem ákvað að halda upp á hann, heldur vildi dúllan mín gera daginn að mínum. Reyndar kvarta ég ekki því ég veit að ég á von á góðu þegar dúllan mín tekur sig til. Hún gaf mér magnað flott bindi og bakaði uppáhaldskökuna mína sem er Hjónabandssæla. Hún lét ekki staðar numið eftir þetta og eldaði dýrindis Pork Roast fyrir mig. Steikin var alveg geggjuð og allt sem henni fylgdi. Svo áttum við rólegt kvöld og horfðum kvikmyndina Goal, sem kom mjög á óvart og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa gaman af íþróttum og lifa sig inní þesskonar myndir. Hún Sonja mín fær fullt af rokkstigum fyrir þennan dag.
Sunnudagurinn var nú einnig mjög skemmtilegur og fórum við í Baby Shower veislu sem Kristín og Rob héldu fyrir komandi son okkar. Alltaf gaman af svona amerískum hefðum og kynnast menningunni sem er í þessu landi. Annars ætla ég að láta þetta nægja í bili og vil aftur minna á veðbankann sem er neðar á síðunni.
NY kveðja
Arnar Freyr
Athugasemdir
Vegna hinna úreldu reglna sem gilda um sjóvarpsrétt þá var leikurinn í beinni útsendingu fyrir tölvur sem er tengdar í gegnum Ísland. Sem þýðir að þeir sem eru úti geta ekki horft á leikinn í beinni.
Reyndar er einhver stöð sem er með sjóræningja útgáfu af þessu, en ég veit ekki netfangið, en þú getur hlustað á lýsingu á rás tvö og live commentary á eurosport..
Annars hélt Tinna suprice útskirftarpartý fyrir mig á laugardaginn. Sem heppnaðist alveg ótrúlega vel. Það vandaði reyndar ykkur, en það er ekki á allt kosið alltaf.
Ingi Björn Sigurðsson, 23.1.2007 kl. 12:12
Ég mæli eindregið með því að þið farið í þennan þátt og spilið góða rullu. Vona að Sonji geri eins og í Springer og ráðist á þessa druslu ON TV til að rokka þetta upp fyrir okkur íslendinga. Svo mæli ég með því að það verði settur annar pottur um það hvað Freys verður þungur þegar hann kemur til bage frá landi frægðar og glamour.
Later, hugsum til ykkar. Kveðja, Kalli og Tedda
Karl Grönvold (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.