25.1.2007 | 04:25
NY
Ekki mikið að frétta héðan nema Sonja fór í skoðun í dag og allt lítur rosalega vel út. Óléttan er aðeins farin að segja til sín því hún litla dúllan mín er komin með legusár á bossann . Nei bara smá spaug, hún er mjög hress og við erum orðin verulega spennt að fá minnsta kútinn. Fórum í gær til Manhattan og versluðum þá seinustu hlutina fyrir komandi Junior. Annars eftir að hafa blótað Rúv í nokkra daga hætti ég því loksins í dag eftir að hafa fengið sendan tengil á síðu sem sýnir leikina á HM beint. Það var virkilega ánægjulegt að þurfa ekki að hlusta á útvarpslýsinguna eða horfa á leikina í gegnum webcameru. Ég hlakka mikið til að horfa á leikinn á morgun sem byrjar klukkan 12.30 að okkar tíma. Bið að heilsa ykkur, hef ekki mikið að segja í dag, en í stað orða ætla ég að skella inn nokkrum myndum. Hægt er að smella á þær til að stækka.
Athugasemdir
Ég mæli eindregið með því að þið farið í þennan þátt og spilið góða rullu. Vona að Sonji geri eins og í Springer og ráðist á þessa druslu ON TV til að rokka þetta upp fyrir okkur íslendinga. Svo mæli ég með því að það verði settur annar pottur um það hvað Freys verður þungur þegar hann kemur til bage frá landi frægðar og glamour.
Later, hugsum til ykkar. Kveðja, Kalli og Tedda
Karl Grönvold (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.