Skítakuldi og Ameríkan í dag

Það er orðið svo hrikalega kalt hérna í New York að tilfinningin að fara út hryllir við manni. Það er kannski 8 gráðu frost og svo er frekar kaldur vindur sem stingur mann inn að beini. Ég ætla að vona að þetta verði ekki lengi, annars erum við búin að vera mjög heppin með veður hérna. Það hefur varla farið niður fyrir frostmark og ég verð að segja að maður er orðin frekar góðu vanur. Kvíði svolítið að fara í skólann vegna kuldans því ég ferðast alltaf með strætó, og á kvöldin þegar ég tek hann heim þarf ég að fara með tveimur strætóum. Oftast þarf ég að bíða eftir seinni strætónum úti í svona kannski 10 mínutur, og í þessu veðri munu þær vera asskoti lengi að líða.

Í New York gerist nú margt og mikið, ég rakst á eina frétt þar sem 58 ára karlmaður varð undir traktor og lést. Hann var verkamaður sem var ásamt vinnufélögum sínum að vinna við að endurbyggja húsnæði. En málið er að sá sem lenti í því leiðinlega atviki að keyra yfir hann var enginn annar en sonur hans. Sonurinn tók ekki eftir því að hafa keyrt yfir hann, heldur sá hann föður sinn liggja á jörðinni. Frekar óskemmtileg reynsla sem greyið drengurinn varð fyrir og mun hún eflaust lifa með honum lengi.

Þar sem kuldinn er frekar mikill hérna húkum við bara inni og horfum á sjónvarpið. Ætlum við reynum ekki bara að hvíla hana Sonju mína næstu daga og undirbúa hana undir komandi átök. Annars höfum við verið að fylgjast með Ameríska Idolinu og það verður nú að segjast að Idolið hefur sjaldan verið jafn skemmtilegt. Ég mæli eindregið með því að þið fylgist með þessum þáttum. Þetta er saman safn af hinu ótrúlegasta og skrýtnasta fólki sem um getur. Mér finnst ótrúlegt hversu margir halda að þeir séu góðir söngvarar og mótmæla dömurunum hástöfum. Ég get svarið það að margir þarna eru mikið verri söngvarar en ég, "þó þið kannski trúið því ekki" og meiri segja upptakan úr steggjuninni er betri. Margir af þáttakendunum sungu mikið verra en ég gerði á þessum eftirminnilega degi og þeir mótmæla fyrir það, blóta og öskra í myndavélina. Það er gaman að þessu, og eitt er víst að ég mun ekki halda því fram að geta sungið og hvað þá að rífa kjaft fyrir það. Annars svona er ameríkan í dag.

Góða helgi,

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi upptaka er geymd á góðum stað og ég hlusta á hana reglulega til að lyfta mér upp þegar svartasta svartnættið hrynur yfir mann :)  þetta var ótrúlega gaman og gott að eiga þennan vitnisburð......... en þú getur ALLS EKKI sungið AFR, bara svo það sé komið á hreint ;)

Villi Gauti (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 09:02

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Hehehehe.. Mig reyndar grunnar að þú sért með ýmsar ranghugmyndir sjálfur, miðað við að þú haldir að það séu Margir verr en þú.. hehehe.. Væri gaman að tékka á því, verða ekki bráðum upptökur fyrir næsta IDOL þátt í NY.. skora á þig að taka þátt til að sanna að þú sért skárri en þeir verstu!!!!! Ég hvet sem flesta að skora á þig..

Ingi Björn Sigurðsson, 30.1.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband