30.1.2007 | 17:48
Panini
Ég hefði nú kannski ekki mikið átt að minnast á sönghæfileika mína því óprúttnir aðilar hafa sett comment á síðuna og ég ætla að vona að fleiri geri það ekki . Þessir aðilar sem þetta gerðu vita að þeir eru ekki enn giftir og það á ennnnnn eftir að steggja þá....
Annars viðurkenni ég að get ekki sungið en ég ætla að halda því staðfast að það eru margir verri en ég, þangað til annað kemur í ljós.
Seinustu dagar hafa verið mjög ljúfir og þægilegir, við höfum tekið því rólega fyrir utan að við fengum góða heimsókn á laugardaginn var. En þá kom hin litla Brooklyn fjölskyldan til okkar, Kristín, Rob, Tara og systir Kristínar sem er Au Pair hjá þeim. Sonja sýndi enn og aftur eldhúshæfileika sína og slengdi fram Panini og ostaköku að hætti Nefjork búa. Svo í gær skellti ég mér í bíó með Rob á Times Square, við sáum Blood Diamonds með DiCaprio og kom myndin skemmtilega á óvart. Held að þetta hafi verið ein af betri myndum sem ég hef séð í langan tíma.
Nú er rúmur klukkutími í leikinn við Dani og ætla ég að fara að gera mig tilbúinn fyrir leikinn, fara að ná í þvottinn, og gera útsendinguna tilbúna. Eins gott að netið klikki ekki núna, ég missti nánast af seinni hálfleiknum við Þjóðverja, kannski skipti engu máli. En vonum það besta.
Hérna að neðan er hvernig hver og einn spáir fyrir um komu bumbudrengsins, athygli vekur að Magnús Guðmundsson hefur ekki enn látið ljós sitt skína og því hvetjum við hann til að gera það sem fyrst. Potturinn er kominn upp í 5.000 kr.
1 Ég ætla sjálfur að giska á 2 feb, 5 feb eða 8 feb.
Arnar Freyr Reynisson, 16.1.2007 kl. 20:13
Óskráður (Sonja bumba), 17.1.2007 kl. 00:32
Óskráður (Karl Grönvold), 17.1.2007 kl. 05:27
Brjánn Guðni Bjarnason, 17.1.2007 kl. 08:48
Óskráður (Villi Gauti), 17.1.2007 kl. 13:03
Óskráður (Ingi Björn), 17.1.2007 kl. 14:59
Óskráður (Elsa Hrönn), 19.1.2007 kl. 17:30
Bið að heilsa frá Brooklyn
Arnar Freyr
Athugasemdir
Hey.. Elsa Hrönn.. við erum bæði með 18 feb.. eigum við að sættast á að nafnið verði Ingi Hrannar?
Ingi Björn Sigurðsson, 30.1.2007 kl. 22:47
Heyrðu víst Arnar setur svona svaka pressu á mig þá kemur mitt gisk, 12 feb, 17 og svo að sjálfsögðu 24 feb sem er náttúrulega bara borðleggjandi Lítíll Músalingur.
Magz (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 18:59
Litli bumbubaninn kemur 18. febr. og ekki meira með það. Ömmur vita alltaf best.
Amma Jóna
Jóna Þ. Vernharðsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.