5.2.2007 | 14:57
Kalt í New York
Núna er kominn skítakuldi hjá okkur, frost og góður vindur. Það er líka ágætlega kalt í íbúðinni vegna þess að ekki er nægilega vel hitað hérna hjá okkur og maður getur ekki verið léttklæddur inni. Skólinn byrjaði í seinustu viku og það var ekki auðvelt að koma sér í gírinn eftir langt og gott jólafrí. Við áttum mjög góða helgi þrátt fyrir að ekki var hægt að vera mikið úti, þess í stað höfðum við bara kósý helgi og lágum fyrir framan sjónvarpið og horfðum meðal annars á Söngvakeppnina, það er alltaf jafn gaman að horfa á þetta. En ekki er hægt að segja að gæðin séu mikil hjá þáttakendum, treysti mér samt ekki til að segja að ég syngi betur.
Svo fórum við á laugardaginn í heimsókn til Kristínar og Robs, og Kristófer skemmti sér konunglega við að leika við Töru. Þannig að það verður gaman að sjá þegar hann og litli bróðir leika sér saman. Má fastlega búast við að mikið verður um boltaleiki því stóri bróðir vill helst fá alla með sér í boggabó(boltaleik).
Svo um helgina var Super Bowl, en í USA þá snýst allt um þennan leik og helgin er tileinkuð honum. Það kemst varla annað að í sjónvarpið en umfjöllun um hann. Því miður horfði ég ekki á hann aðallega vegna þess að ég nennti ekki að horfa á hann.
Ég læt þetta bara nægja í bili.
Kveðja
Arnar Freyr
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.