College of Staten Island

Núna er skólinn kominn á fullt og ég er að fara í tíma í kvöld. Í hreinskilni sagt þá er ég ekki að nenna að fara í kvöld, væri líka til í að vera bílandi en það er annað mál.

Eitthvað virðast spádómar mínir vera að fara út í sandinn í sambandi við komu bumbubúans. Því einungis er eftir 8. febrúar af minni spá og er  sá dagur á morgun. Ætli ég muni ekki reyna allt til að láta þetta rætast og stjana við dúlluna í kvöld.... Spurning bara hvað virkar best.

Annars í gær þá tók ég mig til og snoðaði Kristófer, en það fauk heldur betur í Sonju þegar hún sá hvað ég hafði gert. Hún skrapp nefnilega í skoðun og þá ákvað ég að klippa hann. Ég hélt að ég fengi nokkra plúsa í klattann því við höfðum talað um að gera þetta. En eins og sannur karlmaður misskildi ég þetta eitthvað og tók aðeins meira en átti að gera, og afleiðingarnar urðu þær að ég fékk fjöldan allan af mínusstigum, sem ég þarf að vinna í að ná tilbaka á næstunni.

Það er ekkert spennandi að frétta héðan eins og er, við bíðum bara og bíðum eftir að minnsti kallinn láti sjá sig. Ég ætla að vona að hann muni láta sjá sig á morgun, vonum það besta.

Kveðja frá NY

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varð að koma því á framfæri að hann Arnar Freyr minn tók nú ekki "eitthvað aðeins meira" af hárinu hans Kristófers heldur tók hann það ALLT!!!  En það er nú löngu búið að fyrirgefa honum þetta - þarf ekkert að vinna upp einhver mínusstig þessi elska  

Kv.Sonja

Sonja (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband