Jónatan Guðni

Núna er annar sonur okkar Sonju næstum viku gamall, en við fórum með hann í sína fyrstu skoðun í dag. Það má með sanni segja að hann mun eflaust fylgja stóra bróður eftir í stærð og þyngd, því hann hefur nú þegar hækkað um einn cm. og þyngst um 200 gr. Fyrir þá sem ekki vita þá höfum við ákveðið að gefa honum nafnið Jónatan Guðni, en þetta nafn má rekja beint í höfuðið á ömmunum, (Jóna og Guðný). Það má nú ekki gleyma að minnast á Sonju, en dúllan mín er öll að braggast og stendur sig alltaf jafn vel í móðurhlutverkinu. Kristófer er með eindæmum hress og skemmtilegur, en hann er þegar farinn að læra inn á stóra bróðurs hlutverkið og passar vel upp á litla bróður. Hann tekur honum rosalega vel og er alltaf tilbúinn að kyssa hann og knúsa.

Í dag eru fimm dagar þangað til að ég fer í réttarsalinn vegna kærunnar á henni Lilu, og get ég vel sagt að það er þegar kominn smá fiðringur í mallann. Það verður frekar undarlegt og stressandi að fara með kæruna og flytja hana sjálfur fyrir fullum réttarsal. Það er nefnilega mjög mikið af fólki sem mætir og fylgist með þessu, ég sá inn í einn salinn þegar ég lagði fram kæruna og því miður þá var allt of mikið af fólki að horfa. En ég hef ákveðið að láta þetta ekki á mig fá heldur bretta upp ermarnar og gera allt sem ég get til að fá peninginn okkar tilbaka.

Daginn sem að Jónatan Guðni kom heim eða rétt áður en ég lagði af stað með Kristófer upp á spítalann til að sækja mæðginin þá fékk ég undarlega heimsókn. En það var bankað á hurðina, ég var með Kristófer í fanginu að klæða hann í útifötin. Við förum að hurðinni þá er heyrist fyrir framan hana; Open up Police..... Þegar ég opna hurðina þá standa þrjú risavaxin frakkaklædd tröll fyrir framan mig, ég fékk smá vott af óþæginda tilfinningu. En málið var að þeir voru að leita af mjög svo skrýtnum nágranna okkur sem er stelpa frá Puerto Rico. Hún er í einu orði sagt stórfurðuleg í útliti, ég bara á mjög erfitt með að lýsa henni, köllum hana bara Hobbitann. Það var nefnilega þannig að deginum áður að þrjár löggur bönkuðu upp á hjá henni og fóru að yfirheyra hana. Við vorum eins og sannir Íslendingar eitthvað að reyna að hlera þetta því þau stóðu frammi á gangi, ég er nokkuð viss um að þau voru að tala um homicide sem er morð íslensku, og er stelpan eitthvað viðriðin málið. Því ég var nefnilega spurður hvort ég vissi um hana eða hafi séð hana og hvort ég kannaðist við annan aðila eða mann af mynd sem þeir sýndu mér. Eins og ég hef oft sagt áður þá er alltaf eitthvað í gangi hérna í New York.

Bið að heilsa ykkur,

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehehe... Það er eins og þú lifir í kvikmynd.. Væri að minnsta kosti til í að sjá upptöku af réttarhaldinu..

Ingi Björn Sigurðsson, 16.2.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Sólbjörg Linda Reynisdóttir

Það eru engar svona uppákomur hjá mér í Danmörku !  Værir þú til í að sms á mig heimasímanúmeri ykkar NY búa þarf að heyra aðeins í Jónatani Guðni og bróðir hans (þið eruð aldrei á skypinu lengur).

Hilsen fra DK

Sólbjörg Linda Reynisdóttir, 16.2.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband