Frækinn sigur

Það er ekki annað hægt en að brosa og njóta lífsins þegar maður hefur sigrað vinkonu okkar hana Lilu. Það gerðist nefnilega á þriðjudaginn að réttlætið sigraði. Ég mætti ákafur í Court húsið til að fá peninginn okkar tilbaka. Þegar ég kom að salnum sem ég átti að mæta í þá fékk ég þetta skemmtilega og mikla sjokk og hugsaði með mér, hvað í andskotanum er ég að koma mér út í. Því þegar ég leit inní salinn þá var hann troðfullur af fólki.

Ég reyndi aðeins að slaka og hugsa með mér að fólkið væri ekki komið til að hlusta á mig, en þetta var eiginlega ekkert að virka. Stressið og fiðringur magnaðist bara asskoti mikið. Ég dröslaði mér inní salinn og settist aftast. Eftir svona hálftíma bið kom maður inn í salinn og útskýrði hvernig þetta virkaði. Hann sagði að kallað yrði upp nöfn allra inni, og hver og einn átti að standa upp þegar nafn viðkomandi væri kallað upp og segja nafn sitt. Þetta var gert til að sjá hverjir væru mættir, ef sá aðili sem fékk kæruna var ekki mættur (Lila) þá myndi málið fara fram í öðrum sal og fyrir framan svokallaðan Arbitrator. En það er lögfæðingur sem er ekki löggildur dómari heldur lögfræðingur með mikla reynslu. Ég reyndi að rína yfir salinn og leita að vinkonunni en ég sá hana ekki. Ég vonaði svo innilega að hún kæmi ekki svo ég myndi ekki þurfa að fara með málið fyrir framan dómara og aðra áhorfendur.

Þegar nafnið mitt var kallað upp þá stóð ég upp og kallaði nafn mitt hástöfum, en svo virðist sem að fólk skilji nafn mitt ekki og geti ekki sagt það, því maðurinn kallaði Anla Fley, eða eitthvað í þá áttina. Ég sá svo að enginn stóð upp þegar nafn hennar Lilu var kallað upp...... ég verð að viðurkenna að mér létti örlítið því ég vissi þá að hún gæti ekki varið sig greyið kellinginn. Til að stytta söguna og aðstæðurnar þá fór ég inn í annan sal þar sem ég beið eftir því að vera kallaður upp, þegar nafn mitt var kallað upp þá var mér bent á að fara í þriðja salinn þar sem ég átti að hitta þennan Arbitrator. Ég fór inní þann sal ásamt Kristínu vinkonu Sonju sem var mitt vitni um að við gistum hjá þeim þessa daga í september, og fasteignasalann sem sá um að leigja okkur íbúðina til að staðfesta sögu mína.

Við komum inn í salinn og þá var eitt mál í gangi og annað sem var á undan okkur. Við settumst aftast og við sjáum þá að lögga stendur fyrir framan okkur og er í hörku samræðum við þrjá aðila. Það eru einhver hörku læti í gangi, það átti víst að henda þessum aðilum út vegna einhverra ástæðna sem ég veit ekki um. En málið er að annar maðurinn fer að rífa kjaft við lögguna á fullu. Þetta voru víst bræður og annar bróðirinn sem er ekki að rífa kjaft kýlir hinn og segir honum að halda kjafti. En hann lætur ekki segjast og heldur áfram að rífa kjaft þannig að fleiri löggur koma á svæðið. Það eru komin mikil læta og harka í þetta og löggurnar eru að berjast við að taka hann niður. En þá er það besta að það mætir dómari inní salinn og segir við manninn: I´ve told you to go out of the building, þá segir maðurinn við dómarann: Fuck you, who do you think you are. Kannski ekki viturlegt að segja þetta við dómara, þannig að maðurinn var laminn niður á stundinni og handtekinn á staðnum og leiddur svo í burtu. Einhvern veginn þá var smá hræðsla í manni því við vorum bara meter frá þessu öllu, en þetta var bara skemmtileg viðbót í reynslubankann. Það var einnig alveg pottþétt að þessir menn voru á einhverju hörðu efni, líklegast kókaíni.

En þegar þessum látum lauk þá fór ég til Arbitratorsins og útskýrði stöðuna og málið. Eftir smá stund þá sagði hann að hún ætti að borga okkur tilbaka og að hann myndi úrskurða okkur sigur í þessu máli. Við fáum dómsúrskurðinn sendan í næstu viku, og þegar við fáum hann þá liggur leiðin beint í búðina þar sem hún Lila er að vinna til að versla einhverja hluti og glotta kannski, jafnvel glotta ógeðslega mikið og enn meira.

En annars þá hefur vinkonan okkar sem ég ætla núna að kalla hundaskítinn þar sem við erum búinn að sigra hana 60 daga til að borga okkur annars fer þetta til löggunar.

Í sigurvímu frá NY.    

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SNIIIIIIIIIILLLLLLLLLLLD........hefði samt viljað sjá þig "be a lawyer" í einn dag :) og vera lítil fluga á vegg í réttarsalnum.....YES YOUR HONOR, MY NAME IS ANLA FLEY AND I´M NOT VERY HAPPY ABOUT THIS WOMAN......þú færð fullt af rokkstigum í þetta skiptið

Villi Gauti (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Arnar Freyr Reynisson

Ég yrði rosalegur lögfræðingur, örugglega einn sá besti og mjög taktískur..... Do you want the truth, you cant handle the truth svo myndi ég segja: You are an evil woman you Lila you. Annars er ég hrikalega sáttur að loksins fá rokkstig, er búinn að útdeila þeim hægri og vinstri og það var komin tími á mín rokkstig, takk fyrir það.

Arnar Freyr Reynisson, 23.2.2007 kl. 15:12

3 identicon

Innilega til hamingju með sigurinn;O)

Kveðja,

Svanhvít

Svanhvít (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband