3.3.2007 | 15:27
Afmæli í dag
Svo heppilega vildi til að einmitt á þessum degi fyrir 29 árum kom Prófessorinn, Hugsuðurinn, og Slátrarinn hann Ingi Björn í heiminn. Ingi Björn ólst upp í sveitinni á Selfossi með vinum sínum Rúberti sem var svín og og henni Anítu sem var víst svaka flott læða.
Annars hefur hann unnið sér margt til frægðar og má þar meðal annars nefna að hann var í spurningaliði MS í Gettu Betur á sínum tíma, og honum hefur tekist að slíta krossbönd í fæti við mjög svo óvenjulegar aðstæður. Sem dæmi þá sleit hann einu sinni krossbönd þegar hann sat og las bókina "1001 hugsun til að hugsa meira". Þessi drengur er mjög ljúfur en samt algjör slátrari, þess má geta að á hverjum sunnudegi þá sér hann ávallt aleinn um að torga heilu lambalæri, en þetta hefur verið siður hjá honum í 17 ár. Eins og segir þá er hann mikill hugsuður, hann hefur víst alltaf einn vegg hjá sér bláann og á hverjum degi þá sest hann á hækjur sér fyrir framann vegginn og hugsar og hugsar, alveg þangað til hann hefur tæmt hugann. Þetta gerir hann til að losa allt aflið og strauminn sem er í höfðinu á sér.
Til hamingju með daginn og njóttu hans í botn, megi gæfa og hamingja fylgja þér.
Arnar Freyr, frúin og krakkarnir
Athugasemdir
Hehehe.... ég kannast reyndar ekkert við Rúbert og Anítu, það voru ekki svona borgarleg dýr í minni sveit. Það voru bara íslensk húsdýr sem er hægt að nýta til almennilegs matar..
Reyndar verð ég að viðurkenna að það hefur ekki mikið farið fyrir hugsunum á síðustu dögum vegna áfengismengunar. En farðu vel með þig og þína, þú þarna gaur sem er einu ári og einum mánuði yngri en ég..
Ingi Björn Sigurðsson, 4.3.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.