Babys "r" us

Í tilefni dagsins fékk ég gestapenna til að rita nokkrar setningar fyrir mig. Það er engin önnur en fegurðardísin, blómamærin og mamman hún Sonja "sæta" Frehsmann. Hún skýrði færsluna: Babys "r" us. En ég vil minna á að skoðun Sonju endurspeglar ekki skoðun þjóðarinnar, og hún mun alfarið bera ábyrgð á sínum skrifum. Ef þú ert ekki sátt(ur) við þetta þá getur þú sent bréf á þjónustudeildina, en netfangið er consumerservice@arnarfreyr.com

Hvað skal segja eða réttara sagt skrifa þegar maður er beðin um að vera gestapenni á svona háttvirtri bloggsíðu? Að sjálfsögðu verður maður að gera sitt  besta og reyna að skrifa eitthvað framúrskarandi frumlegt og spennandi.  Og hvað á þá tveggja barna húsmóðir í stóra eplinu að skrifa um. Eftir þónokkrar vangaveltur kom aðeins eitt eða eiginlega tvennt til greina sem mér þótti þess vert að skrifa um.  Það eru strákarnir okkar þar sem þeir eiga nú allan okkar hug og tíma þessa daganna. Ok ég viðurkenni kannski ekki það frumlegasta sem hægt er að skrifa um en að mínu mati það langskemmtilegasta.  Hérna kemur því lýsing á hefðbundnum degi hjá okkur stórfjölskyldunni.  Vil koma því strax á framfæri að eftirfarandi lesning gæti reynst einhverjum hin fínasta getnaðarvörn en ég hugsa nú að fleirri taki okkur Adda Hrey nú sem fyrirmynd og fari að hrúa krílum niður!!!

Kl: 6:00 byrjar minnsti snáðinn á heimilinu að gefa frá sér hin ótrúlegustu dýrahljóð og troða höndunum af krafti upp í sig.  Já núna er að skella litla mjólkursvelgnum á brjóstið og vona að stærri snáðinn vakni ekki upp við þessi hljóð og vona líka að sá minnsti sofni aftur eftir að hafa belgt sig út.  En þetta gerist aldrei...ef sá litli sofnar aftur þá hefur hinn stærri vaknað og öfugt!  Kristófer passar svo upp á að koma ÖLLU liðinu fram úr með tilheyrandi skipunum og svo er hafragrautur á matseðlinum fyrir allt liðið.   Eftir dýrindis máltíð reynir húsbóndinn á heimilinu að koma sér í lærdómsgirinn og ég fer í það að sinna minni húsbóndunum á heimilinu - óhætt að segja að ég sé umvafinn karlmönnum núna.  Verð að viðurkenna að ég hef treyst talsvert á TV núna til þess að að hafa ofan af fyrir Kristófer - á mjög erfitt með að hlaupa á eftir honum þegar að hinn hangir á brjóstinu.   Ef að þvotturinn er farinn að flæða fram úr þvottakörfunni skellir annað hvort ég að Arnar Freyr okkur út til kinadömunnar hérna á 3 avenue og skellum í tvær vélar.  Það er óhætt að segja að þvottadagar eru ekki vinsælir hjá húsbóndanum.  Hins vegar finnst mér þetta hin ágætasta tilbreyting að komast út og sjá aðrar mannverur.  Dagurinn einkennist svo meira og minna af bleyjuskiptum á tveimur litlum bossum, brjóstagjöf, boltaleik þegar að sá minnsti sefur, og svo fataskiptum þegar að sá minnsti hefur drukkið yfir sig og gubbar yfir sig og aðra fjölskyldumeðlimi.  Já það er fjör á þessu heimili og lífið gæti ekki verið betra.

Um daginn tilkynnti húsbóndinn mér það að honum langaði ekki í fleirri börn og ég varð auðvitað sármóðguð svona nýbökuð mamman.   Hvernig er hægt að segja svona og horfa siðan framan í þessi tvö litlu andlit?   Reyndar veit ég upp á hár að það er svefnleysið sem er að hafa þessi áhrif á manninn og rugla hann svona allsvakalega í ríminu.  Ég er ekki í nokkrum vafa um að þegar rútína verður kominn á minnsta snáðann(vonandi sem fyrst) og húsbóndinn fer að fá sinn hefðbundna svefn að þá breytist hljóðið í honum.  Veit enn betur að þegar að minnsti snáðinn fer að segja pabbi og horfa með bláu augunum á húsbóndann að þá verði allt þetta tal um að "eignast ekki fleirri börn" algjörlega gleymt.  Já Arnar Freyr er nefnilega mjúkur maður þó að hann myndi seint viðurkenna það.  Það er bara eitthvað með karlmenn ef þeir missa korter úr nætursvefn að þá er eins og heimurinn sé að farast - já það er bara svefnleysið sem er að rugla svona í húsbóndanum....

Kveðja frá NY

Frúin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eheheheh þið eruð svo yndisleg;O)
En Arnar Freyr þú hættir ekkert núna bara að rétt að byrja. Þú stefnir á heilt handboltalið eða alla vegana eina stelpu.......... e haggi.

Kveðja,
Svanhvít og Villi hundaforeldrar sem er alveg nóg því vinir okkar eru svo duglegir;O)

Svanhvít og Villi (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband