"Þetta eru bara lítil börn og þau vita ekki neitt"

Núna er dagurinn að verða á enda og við fögnuðum í gær mánaðarafmæli Jónatans. Það var mikið um gleði og buðum við öllum í húsinu og öllum vinum okkar hérna í afmælið. Það var alveg yndislegt hversu mögnuð stemmningin var og hversu margir komu. Það má með sanni segja að ekki vantaði pakkana. Við erum alveg staðráðin í að gera þetta á öllum mánaðarafmælum hans Jónatans eða þangað til hann verður eins árs, eins og ég nefndi þá er ekki er hægt að neita öllum þessum pökkum.

Það er svo komið á hreint að við munum vera hérna í New York í sumar, fyrir utan c.a tvær sem við komum heim til Íslands. Ég var nefnilega að fá sumarvinnu hérna hjá Ferðamálaráði og mun ég starfa í markaðsmálunum hjá þeim. "Spólum aðeins tilbaka, ekki hélstu virkilega að við héldum upp á mánaðarafmæli Jónatans?????" Jæja aftur þá að New York, já ég mun byrja að vinna hjá þeim eftir að við komum aftur út, stefnum á að fara heim 4. júni og svo aftur út tveim vikum eftir. Ég er mjög spenntur fyrir þessu starfi því mjög mikið er í gangi hérna varðandi markaðssetningu á Íslandi og gaman verður að kynna land og þjóð fyrir kananum.

Af okkur er allt ljómandi að frétta, fyrir utan svefnleysi og annasama daga. Það gengur svona ágætlega að samræma allt þetta og skólann, en ég er að fara í miðsvetrarprófin í næstu viku. Bíð spenntur eftir að klára þessa viku því þá er ennþá styttra í "Spring Break". Ég mun vera í fríi milli 2rs og 10unda apríl. Ætli maður nýti ekki þá daga í að lesa og gera verkefni sem ég á að skila í lok annar. Í einu fagi var ég í hópaverkefni. Ég andsk. þoli ekki þessi leiðinlegu hópaverkefni, ég lenti í svo frábærum hóp að ég á ekki til orð. Eftir dágóðan tíma við að reyna að koma hópnum saman með hugmyndir og þess háttar þá ákvað ég að draga mig úr hópnum, þannig að núna er ég einn að gera hópaverkefni, semsagt ég er einn í hóp. Þannig að það er aðeins meira að gera en annars reddast þetta allt og verð ég feginn þegar ég klára verkefnið og skila því í mai.

Sonja er spræk eins og lækur og verð ég að viðurkenna að hún er ótrúlega dugleg gagnvart börnum. Á meðan drengirnir reyna á þolinmæði mína þá sprettur ekki blóð í vöngum hennar, og er ég alveg stundum að missa mig í óþolinmæðinni, þá bara neinei er mín ekki að hlægja af mér fyrir þetta og segir bara með sínum hundaaugum "þetta eru bara lítil börn og þau vita ekki neitt" Ég þoli ekki þessa setningu, en get ekki neitað fyrir það að þetta er svona frekar rétt og því loka ég bara mínum munni og brosi.

Drengirnir eru að stækka þá aðallega sá minnsti en hann hækkaði um 6 cm á sínum fyrsta mánuði og Kristófer hækkaði um 1 cm, Svo má ekki gleyma Sonju en hún er alveg að fara að ná draumahæðinni 1.70 cm. Gefum henni þrjá mánuði í viðbót og þá gæti allt gerst. Ég hef ekkert stækkað í þessum mánuði en ég stefni á að gera það á afmælinu mínu og kannski alla þá viku á eftir.

Kveðja,

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband