Mánudagur til þvottar......

Jæja ég ætla að byrja enn eina færsluna á því að tala um að ég fór með þvottin í morgun og tók ég mömmu gömlu með. Við skelltum í tvær góðar vélar og náðum að klára allt það dót sem gubbað hafði verið yfir. Annars er kínakonan orðið mikið vinsamlegri við okkur, brosir meiri segja stundum til okkar, og fyrir þremur vikum síðan gleymdum við algjörlega að við ættum þvott hjá henni. Ég rankaði við mér þegar klukkustund var liðin síðan þvotturinn var tilbúinn og ég fékk þetta skemmtilega svitakóf, ég sá fyrir mér þvottinn liggjandi fyrir utan Laundromat-ið og kellingun örkrandi og veinandi. 

Í sakleysi mínu reyndi ég að plata frúna til að ná í þvottinn en það tókst ekki svo ég hljóp eins og fætur streymdu að þvottahúsinu. Þegar ég kom á staðinn þá hló kellingin bara að þessari vitleysu, hún fyrirgaf þetta strax, örugglega bara vegna þess að við vorum nýbakaðir foreldrar. En til að prakkarast aðeins þá sagði ég Sonju allt aðra sögu þegar ég kom heim. Ég sagði að kellingin hefði verið brjáluð og öskrað á mig; I have a business here and you never come back again. Sonja gleypti algjörlega við þessu og var alveg miður sín að fara svona með greyið kellinguna, og hvað þá að þurfa að finna sér annað þvottahús.

Aftur að því þegar ég fór með mömmu í þvottahúsið, hún sagði nefnilega svolítið skemmtilega setningu. Við vorum eitthvað að tala um hæð á fólki og þá segir konan í sakleysi sínu og af fullri alvöru "veistu það mér hefur aldrei fundist ég vera lítil" ég bara missti andlitið. Hvernig getur fólk lifað í svona hrikalegri blekkingu, konan er varla meter á hæð, nær varla niður á jörð og hefur meiri segja búið alla sína ævi með fólki sem er nánast meter hærri en hún. Hún fór eitthvað að afsaka þetta með að segja að hún ynni á kvennavinnustað og þar væru bara litlar konur. Talaði meiri segja um að henni fyndist ein kona sem vinnur með henni algjör písl, en svo kom á daginn að þær væru jafn lágvaxnar.

Kristófer Dagur er ekki orðinn alveg frískur, hann er enn slappur og kastaði upp áðan og er þá búinn að vera að þessu í nærri fjóra daga. En sem betur fer hefur farið lítið fyrir uppkastinu seinustu tvo sólahringa. Við vonum innilega að drengurinn verði fullfrískur sem allra fyrst. Jónatan er enn við sama heygarðshornið og er orðinn í laginu eins og körfubolti af stærðinni 7. Af okkur dúllunni er allt gott að frétta fyrir utan veikindi Kristófers, en því ver og miður þá gátum við ekki haldið upp á 8 ára afmæli okkar í seinustu viku vegna prófa og veikinda. Þannig að ég vil bara segja elsku ástin mín, þú ert engillinn minn og ég elska þig meira en allt annað. Ég hlakka mikið til að halda upp á daginn með þér og hvern einasta dag eftir það. Þú ert mín stoð og stytta og algjörlega besta manneskja í heiminum. Ég elska þig að eilífu, þinn Arnar Freyr.

Fyrir ykkur hina þá segi ég bara bless í bili.

Arnar Freyr

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kæri lilli.

Hei, ég er með hugmynd, næst þegar þú setur í vél skelltu þá mömmu með í hana, stilltu á ullarprógramm og sjáðu hvort þú getur ekki teygt hana til og stækkað eftir þvottinn, eins og gert er við ullarpeysur. 

Góða skemmtun öll saman í NY og takk fyrir þína mjög svo hæversku kveðju á blogginu mínu (þessa sem var algerlega laus við kaldhæðni  )

Drottningin í danmörku

Linda (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Arnar Freyr Reynisson

Þetta er snilldarhugmynd, ég reyndi hana í morgun en því miður þá var konan ekki nægileg þung og stór að ég gat ekki sett vélina af stað. Ætlaði að bæta það upp með að setja óhreinan þvott með, en sá þá að við vorum bara með litaðan þvott. Þannig að þessi hugmynd fór út um þúfur að sinni, en láttu þér samt ekki bregða ef konan verður í útliti eins og lamb eða jafnvel örlítið hærri næst þegar þú sérð hana .

Arnar Freyr Reynisson, 20.3.2007 kl. 21:40

3 identicon

hellú, hefur þú prófað að setja mömmu fyrst og svo mýkingarefni?? þá kemur hún út mýkri og þú getur teygt á henni og svo ekki sé talað um betri lykt  kv.Elsa Hrönn

Elsa Hrönn (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Arnar Freyr Reynisson

Ég mun reyna þetta allt á þeim tíma sem konan verður hérna, jafnvel mun ég rupla eina hrukku til að safna fyrir ferð til Rússlands í lengingu fyrir hana.

Arnar Freyr Reynisson, 21.3.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband