Tvö hundruð sjötíu og átta dagar til jóla

Í tilefni dagsins, (það eru nefnilega tvö hundruð sjötíu og átta dagar til jóla) ætla ég að leggja mig allan fram við að lýsa deginum í dag hjá okkur á svo óhemju þurran og óspennandi hátt.

Dagurinn byrjaði þannig að eldri drengurinn okkar vaknaði, Sonja fór fram með hann og þá rakst hún á mömmu sem var að tannbursta sig. Þær sögðu hvor við aðra góðan daginn og svo knúsuðust þær. Hann Kristófer labbaði fyrir aftan mömmu sína alla leiðina inná bað að tannbursta sig, hann reyndar sagði góðan daginn líka við mömmu, sem er amma hans. Hún Sonja lagaði hafragraut fyrir Kristófer og á meðan hún gerði það þá fékk hún sér Kornfleks. Stuttu seinna fór ég á fætur og ákvað að fá mér líka Kornfleks.

Um kl. 9 fór ég út í búð að versla bleiur fyrir báða strákana og hundadjús fyrir Kristófer. Í apótekinu var hundaskíturinn næstum því búinn að labba á mig, henni brá svo mikið að hún varð mjög flóttaleg á svipinn og hörfaði í burtu, ég var að hugsa um að spyrja hana hvar ég fengi Huggies bleiur í stærð 2, bara svona upp á djókið en ég ákvað að sleppa því og bíða með það þar til eftir 29. mars. Shitturinn, ég er ekki að nenna að skrifa um allan daginn og allar sekúndur, þannig að ég ætla að stytta þetta aðeins.

Ég og Kristófer fórum með mömmu/ömmu í göngutúr um hverfið. Þegar við komum heim þá fór ég að læra og er enn að læra núna fyrir utan þessa færslu. Við horfðum á Idol, spurning um að ég skelli alltaf úrslitunum inn hérna eftir þættina, hvað segiru um það? Ég fór einnig á netið í dag, reyndar sá ég ekkert spennandi, leit inná mbl og verð nú að segja að alltaf verður maður hissa á fréttunum sem komast á forsíðuna. Geta verið alveg hrikalega óspennandi. Vorið kom í New York núna í kvöld eða um kl. 20.30, alla vega var það sagt í sjónvarpinu. Á morgun fer ég í skólann og þá ætla mamma/amma og Sonja að hafa steiktan fisk í matinn að hætti mömmu. Það vill svo skemmtilega til að hún mamma var svo yndisleg að koma með harðfisk fyrir okkur, fannst hann alveg hrikalega góður en svo gerðist það... ég fékk þennan viðbjóðslega ógeðslega bita í gær að ég get ekki hugsað mér aftur harðfisk eða fisk á næstunni. Ég var með þetta ílla lyktandi fiskibragð upp í mér það sem lifði eftir af deginum og finn stundum enn vott af því. Mamma var svo góð að koma með nokkra poka fyrir okkar, en núna verð ég því miður að senda hana með allt tilbaka því ég bara get ekki ímyndað mér að borða þetta aftur, alla vega ekki í bili. Ég lokaði pokanum í gærkvöldi og setti hann inn í frystinn til að minnka lyktina sem var út um allt eldhús.

Svona að lokum þá er ég búinn að tannbursta mig tvisvar í dag, drekka held ég fjórar dósir af diet pepsi, borða 4 bita af Sirius súkkulaði og kannski 15 djúpur. Einnig borðaði ég kornfleks, banana, mest skemmda epli sem ég hef séð, tvær samlokur með kjúklingi sem var afgangur af kjúklingi í gær, pítu með hakki og grænmeti og einn sleikjó. Held að þetta sé upptalið.

Jæja nú spyr ég, tókst mér að skrifa leiðinlega færslu og náðir þú að komast í gegnum hana án þess að geyspa? Get alveg ritað aðra svona færslu á morgunSleeping.

Kveðja frá Brooklyn.

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hei ju thetta var ekki svo leidinlegt, kannski eru minir dagar svo fabreyttir ad mer finnst thinir skemmtilegir

Hafdi samt mestan ahuga a thvi hvad thu bordadir, er thetta svona dæmigerdur dagur helduru ?

Jæja besta ad halda afram ad vinna i ferilskra minni, er her i Job centerinu.  Bid ad heilsa genginu hja ther.

LinDan

LinDan (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:46

2 Smámynd: Arnar Freyr Reynisson

Þó ég segi nú sjálfur frá þá hefur nú margt gerst hérna hjá okkur í NY bæði skemmtilegt og leiðinlegt, en eitt er víst að ekki er dauður tími.

Annars er þetta svona nánast týpiskur dagur hjá mér í mat, kannski eitt og eitt sem breytist. Fæ mér stundum hafragraut í morgunmat og ristað brauð í hádeginu og svo kannski hafrakex og ávexti seinni partinn.

Gangi þér vel með ferilskrána, og allt crewið segir "Halló Linda" í kór

Arnar Freyr Reynisson, 21.3.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband