22.3.2007 | 23:22
Vor í lofti
Eftir að formlega var greint frá að vor væri komið í New York þá er loksins farið að hlýna. Í gær var frekar kalt, en í dag fannst greinilega að vorið er að koma, hlýr vindur streymdi um loftin blá, fuglarnir sungu og allir voru með bros á vör. Veturinn hefur verið mjög mildur og það byrjaði ekki að kólna fyrr en í janúar. Það má segja að kalt hafi verið í kannski rúman mánuð, í febrúar var hitastigið oft undir frostmarki, þrátt fyrir að vera Íslendingur þá var ég orðinn hundleiður á þessum kulda. Ég get varla ímyndað mér hvernig hefði verið ef ég hefði verið á Íslandi í vetur.
Við skötuhjúin erum farin að plana komu okkar í sumar og stefnum við á að koma heim í lok mai. Við gerum ráð fyrir að vera á Íslandi í tvær til þrjár vikur, eða það fer eftir því hvenær prófin klárast. Það væri mjög gaman að geta hitt sem flesta og ég vona að fólk panti ekki utanlandsferð á þessum tíma, eins og einn sauður gerði sem ég ætla ekki að nefna á nafn hér, ég er ekki ánægður með þig þú sauður þú!!!!!
Það hefur nú ekkert krassandi gerst síðan í seinustu færslu, eða kannski var nú seinasta færsla ekki mjög krassandi. Á morgun þá ætla ég að fara með mömmu í SoHo og jafnvel í Chinatown. Það er alltaf jafn gaman að kíkja í borgina og á mannlífið. Það einna besta við New York er að búðirnar leita ávallt leiða til að hafa útsölur og alltaf er hægt að gera gæðakaup. Annars sem námsmaður þá getur maður ekki oft nýtt sér útsölurnar heldur verður maður að láta sér nægja að kíkja í glugga og láta sig dreyma. Það væri nú asskoti gaman (þá seinna) að koma hérna sem túristi og versla af sér hendina og fá sér góðan Starbucks og Dunkin.
Ég mæli með þeim sem hafa komið til New York og stefna á að kíkja hingað á næstunni að skoða önnur hverfi en miðborgina, jafnvel að kíkja í mallið á Staten Island eða fara í trendy hverfin í Brooklyn. Það getur nefnilega verið mjög gaman að skoða aðra hluti en þessa venjulegu túrista hluti. Einhvern vegin þá verð ég að viðurkenna að mér finnst það ekki mjög gaman, við höfum t.d ekki skoðað frelsistyttuna í nálægð eða farið upp í Empire State. Það er samt spurning hvort að það sé ekki skylda að gera þessa hluti áður en við förum héðan.
Bið að heilsa,
Arnar Freyr
Athugasemdir
Já ég skil ekkert í þessu liði að vera að vaða úr landi þegar Royal liðið kemur heim.....skamm skamm :D
villigauti (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.