28.3.2007 | 14:22
Spring Break
Í dag er seinasti skóladagurinn hjá mér fyrir Spring Brake, og það er meiri segja frí í tímanum í kvöld en þess í stað þarf ég að fara í hópavinnu, sem alltaf jafn yndislega gaman. Við fórum út í gær og veðrið var klikkað gott, 23 stiga hiti og svaka þægilegur vindur. Við fórum niður í park-ið og þar var morandi líf, allir litlu krakkarnir voru eins og lömbin á vorin. Hlupu út um allt og nutu lífsins. Annars er amman að fara heim í dag og það hefur verið mjög ljúft að hafa hana. Við höfum kannski ekki getað leikið mikið við hana út af drengjunum, en hún notaði bara dagana til að slaka á og endurnærast.
Það er eitt sem ég vil koma á framfæri og það er að hvetja hana Sólu til að rita meira inn á bloggið sitt. Hún byrjaði með látum, en tók sér svo pásu og reis svo einn daginn upp úr öskustól og skrifaði heila eina færslu. Endilega ritaðu nokkrar línur frá Danaveldi.
Kveðja
Arnar Freyr
Athugasemdir
Heyrðu vinur, hef skrifað þrjú blogg síðan ég reis upp úr STÓNNI. Gerðu meira grín að eiginkonu þinni.
Hilsen fra Danmark.
Sólbjörg Linda Reynisdóttir, 28.3.2007 kl. 18:24
Þarna þekki ég þig litli sykurpúði !!!!
Arnar Freyr Reynisson, 28.3.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.