30.3.2007 | 13:08
Benefit of the doubt
Í gær fór ég í réttinn og eftir nærri þriggja tíma bið þá kom að okkar máli. Niðurgangurinn mætti á svæðið. Hún byrjar strax að æsa sig og vera með læti og ritarinn spurði dómarann eftir smá tíma hvort að þau ættu ekki að fá túlk fyrir hana, þar sem þau skildu ekki baun í því hvað hún var að segja. Æsingurinn og lætin voru svo mikil í henni að maður átti ekki til orð, en tuðran náði að babla út úr sér að hún vildi frestun. Af þeirri ástæðu að vitni hennar gátu ekki mætt þetta kvöld, til allrar hamingju þá sagði dómarinn við hana, I will give you the benefit of the doubt og því þarf ég að fara þarna í þriðja skiptið og þá 25. júní næstkomandi. Alveg ótrúlegt hvernig kerfið virkar hérna, allt í tómu tjóni og læti. Hvað sem maður gerir þá tekur það endalausan tíma og skriffinsku. Ég er samt algjörlega hissa á dómaranum að veita henni þetta án þess að spyrja mig eða fá smá útskýringu á málinu. Hann gaf henni vafann þrátt fyrir að hún hafi sagt að hún hafi ekki komið í fyrra skiptið vegna þess að ekkert bréf hafi borist til hennar um að hún hafi fengið kæru. Alveg ótrúlegt, núna ætla ég að reyna að hætta að hugsa um þetta og fara að njóta vorfrísins.
Ciao frá Matrix
Arnar Freyr
Athugasemdir
Þarf ég að mæta þarna með svartann ruslapoka og skóflu til að afgreiða þetta mál. Án alls gríns og í fúlustu alvöru, þessi kona er að ríða öllu :P
Villi Gauti (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 16:10
Þú ert svo innilega velkominn og ég skal segja þér hvar hún býr og vinnur. Hún er bókstaflega að "ríða" öllu hérna í Bay Ridge...æji kannski ekki, efast um að einhver vilji "tröllríða" henni
Arnar Freyr Reynisson, 2.4.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.