Holiday á Íslandi

Ég fékk bréf frá International Office í skólanum í gær þar sem var sagt að ég hafi unnið flugfar fyrir mig og fjölskylduna. Þetta er gert til þess að leyfa erlendum nemum að skjótast heim í fríinu, (Spring Break). Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja og bókuðum strax ferð heim til Íslands. Við fljúgum heim í kvöld og verðum heima í viku, við ætlum að nota tækifærið og skýra minnsta guttann okkar. Þetta verður hrikalega ljúft og við getum ekki beðið eftir að kíkja til Íslands. Ótrúlegt hvað svona hlutir eru skemmtilegir. Annars verðum við hjá mömmu fram á næstu sunnudag, tökum þá morgunflugið heim til NY. Ég verð með símann hennar mömmu í láni og númerið er 699-6355 það væri gaman ef við gætum hitt sem flesta, en þar sem tíminn verður skammur þá vonum við það besta. 

Kveðja frá NY í bili.

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

he he he he he he gaman gaman. skilaboð frá Victori að myndavélin virkar. kv.vinur

vinur (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Brjánn Guðni Bjarnason

Væri búinn að hringja í hana Jónu ef ekki væri fyrir dagsetningu færslunnar og hrekkjalómaeðli Arnars Freys!

Brjánn Guðni Bjarnason, 2.4.2007 kl. 08:24

3 identicon

Þú ert vondur ég trúði þessu og hringdi strax í Villa Gauta. Ég ætlaði sko að bjóða ykkur í mat í vikunni. Ég mun sko hefna mín það er alveg á hreinu. Þetta er geymt en ekki gleymt.

Kveðja,

Svanhvít

Svanhvít (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:52

4 Smámynd: Arnar Freyr Reynisson

Þetta var yndislegt frí á Íslandi og synd að við náðum ekki að kíkja til Svanhvítar og Villa í mat, tíminn var bara allt of stuttur. Núna tekur bara okkar daglega líf hérna í New York og við biðjum að heilsa öllum á Íslandi, hlökkum til að sjá ykkur aftur.

Arnar Freyr Reynisson, 2.4.2007 kl. 16:46

5 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Til hamingju með afmælið.. gamli.. Bara eitt ár í að það sé eitt ár þanngað til að þú kemst á fertugsaldurinn.. Njótu lífsins áður en þú kemst á efri ár..

Ingi Björn Sigurðsson, 3.4.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband