Flóð og læti

Það er allt að verða brjálað hérna í New York fylki, veðrið er snarklikkað. Rigningin og rokið er það mikið að flóð hefur myndast á mörgum stöðum og ég var að sjá myndir frá stöðum þar sem vatnið var orðið það hátt að það huldi bíla. Það á víst að versna með kvöldinu og svo að róast á morgun en samt verður rigning á morgun og svo á það að hætta einhvern tímann á þriðjudaginn.

Helgin hefur verið mjög skemmtileg, Inga vinkona Sonju og kærastinn hennar hann Finnur eru í heimsókn hjá okkur. Við höfum ekki gert mikið, eða ég og Sonja. Þau fóru á Manhattan í gær og spókuðu sig um, og í dag nutu þau dagsins á Staten Island og fóru í Mallið. Við stefnum á að fara kannski einn dag með þeim til Hattan ef veður leyfir. Við munum fara þangað sem er aðeins rólegri stemmning þá jafnvel í SoHo eða hverfin þar í kring. Við vorum að uppgvöta einn skemmtilegan stað sem er rétt hjá Union Square, en hann heitir Max Brenner og selur allskyns súkkulaði, góðgæti, kakó og þessháttar, en allt er gert úr súkkulaði. Held að það sé eins gott að við búum ekki nálægt þessum stað þá væri maður orðinn eitt súkkulaði.

Núna er ég annars að læra og ákvað að taka mér smá pásu og skrifa nokkrar línur, því ég bara nenni ekki að læra, það er samt spurning hvenær maður nenni því. Hver kannast ekki við allar afsakanirnar til að komast frá lærdómnum, s.s klósettið, ískápurinn, sturtan, en það er nú oftast maturinn sem maður leitar til.

Jæja það er best að koma sér aftur að verki, bið að heilsa.

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AAHHHHHHHHH kannast ekkert við þessar afsakanir :P  anyway vildi bara smyrja því á þig að nú bíður aðeins sumarið með allri sinni gleði og sól í heiði. því prófin eru búúúúuúúúiiiiiiiinnnnnnnnnnnnnnnnnnnn

p.s. þú ert algert súkkulaði, þarft ekkert nammi til þess 

villigauti (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband