Fyrsta vinnuvikan

Núna er kominn sunnudagur og ég kláraði fyrstu vinnuvikuna á föstudaginn, en núna tekur við undirbúningur fyrir prófin og öll skilaverkefnin. Eins og ég nefndi þá hrundi tölvudruslan og ég er enn að vinna upp það sem ég tapaði. Ég er með kynningu á lokaverkefninu á fimmtudaginn og því verð ég að vera búinn þá með verkefnið. Það er vonandi að það gangi því ég þarf að henda inn tveimur öðrum verkefnum. Ætla að reyna að klára allt fyrir fimmtudaginn svo ég geti notað eina viku í hreinan lestur fyrir prófið 17. mai. Veit samt ekki hvort að það gangi en ég vona bara það besta og sjáum hvað það fer langt.

Seinasta vika fór nú bara í vinnu og skólann og nánast á hverjum degi var ég að meðaltali fjóra tíma i ferðalagi á milli staða, þ.e.a.s í vinnu, úr vinnu, í skóla og svo heim úr skólanum. Hver ferð tekur að meðaltali einn klukkutíma, þannig að það er hægt að segja að maður þarf að ferðast lengi hérna í NY á milli staða. Þetta er eitthvað sem ég gæti ALLS EKKI hugsað mér að gera á Islandi, að búa kannski tvo tima frá vinnu og ferðast alltaf á milli.

Litlu drengirnir eru mjög sprækir og eru alltaf í stuði, það sama á við hana Sonju. Þau skemmtu sér vel á meðan ég var mikið frá í seinustu viku og get ég vel ímyndað mér að það hafi tekið smá á taugarnar hjá Sonju að vera ein með þá báða allan þennan tíma, alla vega þá væru taugarnar hjá mér í botni.

Ætla að koma mér aftur í skemmtunina, að læra.

Bið að heilsa,

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband