Twin Peaks

Sunnudagurinn 14. janúar byrjaði rólega og mjög svipað og aðrir dagar hjá okkur skvísunni. Við vöknuðum með litla kútnum nema ég lá aðeins lengur upp í rúmi. Og svo til að friða samviskuna ákvað ég að skella mér í hlaupagallann og brenna svona kannski þremur kaloríum. Ég notaði hlaupaskóna til að fara til Dyker Heights sem er næsta hverfi við okkur. Ég sá nokkur skemmtileg og mjög spennandi bakarí með svona ekta brauðum. En...já....já haldið þið að minn hafi ekki þurft að fá svona hrikalega magaverki.

Ég get svarið það að ég var hálftíma frá þeim tíma þegar verkirnir byrjuðu að komast heim, og vá hvað það var vont og vá hvað ég hugsaði til hennar Sonju minnar sem er að fara að koma yngsta drengnum okkar í heiminn eftir nokkra daga eða vikur. Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði að; ég er að væla útaf smá verkjum, og á meðan hún og aðrar konur eru að koma börnum út úr sínum heilögu göngum. Ótrúlegt hvað maður getur vorkennt sér þegar aðrir ganga í gegnum mikið meira.

Þetta var ekki alveg það mest spennandi í dag því þegar ég hafði verið heima kannski í 40 mín, þá hringdi dyrabjallann, og ég svaraði......... röddin hinu megin segir; Mr. Reynisson.  Vá: hugsa ég, er pósturinn eða UPS að vinna á sunnudegi, svo ég opna bara hurðina og stendur þá ekki Victor Rafn Viktorsson fyrir utan, en hann er maður yngstu systur minnar hennar Elsu Hrannar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og frekar mikið óvænt, gaman væri ef maður opnaði á hverjum sunnudegi útihurðina og þá myndi standa fyrir utan einhver skemmtilegur.

Vikki var í New Jersey, (sem er ein af skítaborgum USA) frá því á fimmtudag með Júlla vinnufélaga sínum, þeir voru á einhverjum fyrirlestri í sveitabæ upp í Jersey, hver í andsk... býr í Jersey.

Aftur að heimsókninni þá ákvað ég að sýna þeim miðbæ NY. Það var alveg ótrúlega gaman og áttum við mjög skemmtilega dag. Gerðist kannski ekkert spennandi, nema við fundum vonandi peysu fyrir Elsu Hrönn og þeir keyptu mikið af NY dóti fyrir krakkana sína. Og svo voru þeir næstum búinir að missa af flugi vegna þess að að lestin sem við þurftum að taka tilbaka ákvað að fara aðra leið en venjulega útaf viðgerða. Þegar ég skrifa þetta þá veit ég ekki hvort þeir náðu fluginu en vonum það besta, en ef ekki þá ef sófinn hjá okkur laus.

Skelli inn myndum af deginum í dag..................................

IMG_0595bIMG_0596bIMG_0599bIMG_0600bIMG_0601bIMG_0598

Á MORGUN VERÐUR VEÐBANKI SETTUR Í GANG... FYLGSTU MEÐ OG TAKTU ÞÁTT.

Hejsan,

Arnar Freyr


New York

Eins og flestir vita þá er New York talið helsta skotmark hryðjuverka í heiminum. Um daginn skapaðist smá ótti í borgarbúum því gaslykt fannst um alla borgina. Þetta var síðasta mánudag að mig minnir og seinnipart dags fer Sonja í læknisskoðun. Ég er hérna heima með Kristófer og fer að finna fyrir frekar þungu og heitu lofti hérna inni, svo ég opna gluggann til að lofta aðeins út. Hélt bara að það væri komið sumar því það var svo heitt inni. 

Það var mjög þægilegt að fá fersk loft inn svo ég sest bara í sófann og horfi á sjónvarpið. Eftir skamma stund fór ég að finna fyrir ógleði, sviða í augum og höfuðverk. Ég hélt að mengunin úti væri svona mikil, svo ég lokaði glugganum og þegar Sonja kemur heim þá spyr hún mig hvort ég hafi fundið gaslyktina úti.... Sáum svo í fréttum að lyktin fannst út um alla borg en ekki var talið að um hryðjuverk væri að ræða. Annars kannski ekki svaka merkilegt en alla vega það gerist nú margt og mikið í þessari borg.

Það var nú ein frétt sem mér fannst alveg hrikalega merkileg, en það var þannig að maður á fimmtugsaldri fórnaði sér algjörlega til að bjarga strák á tvítugsaldri sem hafði fallið í yfirlið og dottið ofan í gryfjuna þar sem neðarjarðarlestirnar fara um. Hann reyndi að draga hann upp en það var ekki tími til því lestin var að koma. Svo hann ákvað að stökkva niður og lagðist ofan á strákinn og lestin keyrði yfir þá. En sem betur fer þá lifðu þeir báðir og maðurinn er algjör hetja hér í borg. Ótrúlegt að maðurinn hafi gert þetta þá sérstaklega þar sem dætur hans 4ra og 6 ára voru með honum á brautarpallinum, en annars þá er hann mögnuð hetja og ekki margir í þessari borg sem hefðu gert þetta. Mun einhvern tímann fljótlega tala um ókurteisi og dónaskap íbúa hérna, læt þetta nægja í bili, en set inn mynd af hetjunni og dætrum hans.

01-04-2007_nn_04Subway_GKL228V5P_1Wesley Autrey         

Kveðja

Arnar Freyr 


Hann á afmæli í dag

Ég vil óska Bjarna til hamingju með að vera kominn á fertugsaldurinn og vonandi mun hann stækka eitthvað með árunum :) Vonandi áttu frábæran dag og njóttu hverrar mínutu því ekki er langt í fimmtugsaldurinn. Það hafa kannski ekki margir velt því fyrir sér þá á hann Bjarni tvífara og nafna sem er mjög þekktur og þá sérstaklega hér í Ameríkunni. Þessi persónu er á skjánum á hverjum degi og er mjög líkur honum Bjarna, í útliti, hegðun og hreyfingum. Alveg magnað hvernig Guð skapar heiminn, kannski á ameríski Bjarni líka afmæli í dag. Hérna eru myndirnar, ég set íslenski Bjarni og ameríski Bjarni undir myndirnar svo þið vitið hvor er hvað.




íslenski Bjarni    ameríski Bjarni      íslenski Bjarni   ameríski Bjarni


Lila Alabalouli....

Dagurinn í dag hefur verið mjög góður og viðburðarríkur hjá okkur komandi vísitölufjölsku í New York. Það má eiginlega segja að vikan hafi byrjað mjög skemmtilega því skvísan mín fór í bumbuskoðun á mánudaginn var. Ég var einmitt um daginn að tala um að við héldum að bumbusonurinn væri að koma vegna seiðings og verkja í mallanum hjá Sonju. Það hefur nefnilega eitthvað verið að gerast því þegar Sonjan kom heim úr skoðuninni þá ljómaði hún öll, hún fékk nefnilega að vita hún er komin með einn í útvíkkun, sem þýðir að eitthvað getur gerst fljótlega. Kannski verð ég bara orðinn tvöfaldur faðir þegar þú lest þetta :)

Dagurinn í gær var kannski ekkert merkilegur nema einhver leiðinlegur fótboltaleikur var á Englandi þar sem skoruð voru 9 mörk, nenni ekki að fara nánar út í það. Eins og er þá man ég ekki eftir miklu nema ég losaði mig við nánast allt súkkulaðið sem ég át um helgina......... og er enn að losa.

Þá er komið að deginum í dag, hann var nú helvíti skemmtilegur. Ég fór nefnilega niður í downtown Brooklyn og lagði fram kæru handa uppáhaldsvinkonu okkar og næstum því systur Sonju..... Lila Alalabouli var kærð í dag, ó hvað ég væri til í að vera fluga á vegg þegar hún fær kæruna og sjá hana öskra og æpa eins og henni er lagið. Við ætlum að fara niður í Rite Aid á hverjum degi í næstu viku og vonast til að rekast á kvikindið, spurning um að lauma með myndavél eða upptökutæki. Ég sé þetta alveg fyrir, kvikindið maulandi á arabísku, blótandi og óskrandi þessi ískrandi og taugaveiklaða rödd. Málið verður tekið fyrir 20. febrúar kl. 18:30, eða þar um bil. Það verður nú fróðlegt að fara með málið sjálfur í amerískum réttarsal, stefni á að horfa á fimm Matlock þætti til að hita upp og nota sömu tækni og Cruise notaði á Nicholson í (Few Good Man "You Can´t handle the truth").

Ég verð að viðurkenna að ferðin niður í miðbæ Brooklyn var nú alveg skemmtileg eða frekar furðuleg. Ég lagði af stað í þessa ferð með adressuna en hafði samt ekki hugmynd hvert ég átti að fara, ég tók bara áhættuna og skellti mér í óvissuna. Svo fór ég í Subway-inn, það fyrsta þá hef ég aldrei verið í eins hreinlegum Subway, kannski ekki merkilegt nema hvað mest allt sem tengist samgöngukerfinu er alveg ógeðslega skítugt. Þegar ég kom svo í miðbæinn þá var orðið frekar kalt, við frostmark og hvasst. Þegar ég fór svo að spá í því hvert ég ætti að fara þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hugmynd um það. Ég hugsaðu samkvæmt korti þá ætti ég að fara til vinstri svo ég fór þangað. En þegar ég var búinn að ganga tvo stræti þá hugsaði ég mér að þetta hlyti að vera bull svo ég snéri við og fór í hina áttina. Ég gekk og gekk, var búinn að ganga asskoti lengi þegar ég ákvað að spyrja til vegar.

Ég fór á næsta póstmann, því hann hlyti að vita hvar Lexington stræti væri. Ég spurði hann, en hann kannaðist ekkert við þetta, hrissti bara hausinn eins og ég væri algjör. Aftir á móti þá hugsaði ég hvernig póstmaður hann væri sem vissi ekki hvað göturnar hétu í bænum. Því næst þegar ég var kannski búinn að ganga tíu skref þá sá ég ......Livingston stræti, já viti menn jafn ringlaður og oft áður, spurði um götu sem ekki var ekki einu sinni í miðbænum og á sama tíma þá var ég allan tímann í götunni sem ég var að leita að. Ég var ekkert smá ánægður að hafa ramblað inn á götuna sem ég var að leita eftir, orðinn vel kaldur og svangur svo ég ákvað að skella mér inn á Dunkin Donuts.

Ég fékk mér kleinuhring og kaffi, annars þá hefur þessi búlla komið mér hrikalega vel á óvart og er orðin ein af mínum uppáhalds, (America Runs on Dunkin). Ég gekk út með þetta nesti og byrjaði að jappla á en fljótlega var ég bara kominn að Small Court í Brooklyn. Ég fór inn og ætlaði að klára þetta í andyrinu en var bannað af öryggisvörðum, ég þurfti því að henda þessu svekktur og blótandi yfir hrikalegri og ómannúðlegri meðferð á ungum dreng. Ég gat ekki annað en hent þessu því ég vildi ekki fara aftur út í kuldann, því næst fór ég að öryggishliðinu og þvílík gæsla var þarna. Leifsstöð kemst ekki nálægt þeim í gæslu, ég þurfti að fara úr öllu nema brók, (ýki smá). Þegar ég kom inn í herbergið þar sem ég þurfti að leggja fram kæru þá fannst mér ég bara vera kominn í einhverja mynd beint úr "hoodinu" Herbergið var troðfullt af algjörlega misjöfnu fólki, alveg frá heimilislausu fólki og alveg upp í "mig" Ég lagði svo fram kæruna og beið kannski í klukkutíma eftir að það kæmi að mér að leggja fram kæru. Ég kláraði þetta með bros á vör og hljóp svo út í kuldann sigri hrósandi yfir því að vera búinn að þessu. Þá er bara að bíða eftir að 20. feb renni upp og við vonum það besta að við fáum peninginn okkar aftur.

Mynd af Small Court í Brooklyn

Takk fyrir mig,
Arnar Freyr


Gjörsigraður......

Í gær var þrettándi dagur jóla og við tókum daginn snemma, ég vaknaði með litla gaurnum og fyrsta sem hann segir þegar við komum fram "Apamyndin". Ég gat ekki annað en sett myndina með Curious George í tækið og held ég að hún hafi rúllað tvisvar í gegn áður en við horfðum á jólalestina "Polar Express". Þar með held að ég hafi séð myndina hátt í þrjátíu sinnum. Morguninn fór reyndar í að undirbúa veisluna sem ég ætlaði mér að taka með trompi um kvöldið, hvíla sig og borða frekar hollt til að vega á móti sykrinum sem átti að innbyrða um kvöldið. Litli gaurinn lagði sig í hádeginu og ég og Sonja ákváðum að byrja gleðina aðeins snemma og horfðum á Menace 2 Society eða alla vega þangað til við nenntum ekki að horfa lengur. Verð að viðurkenna að erfitt var að húka inni því hitinn úti var yfir 20 gráður.

Um leið og Kristófer Dagur vaknaði drifum við okkur út og fórum með hann í "park-ið" sem er við vatnið. Þar lékum við okkur saman í góðan klukkutíma, fórum í boltaleik, róluðum og margt fleira. Annars fékk ég mjög undarlega tilfinningu og þá miðað við árstíma. Ég fékk svona hlökkunartilfinningu eins og á sumrin eða á vorin, ég hugsaði nefnilega; ah best að opna ískaldann bjór og grilla þegar við komum heim. Ótrúlegt, það var 6. janúar og ég fékk svona sumarfíling. Þetta veðurfar hérna er alveg að rugla í manni en sem betur þá er þetta bara helvíti nice og kvarta ég ekki undan svona hita. Í dag er svipað veður og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt, en ekki ákveðið hvað.




Þegar við komum heim þá var hafist handa við starta þrettándagleðinni fyrir alvöru. Við ákváðum að prófa nýjan pizzustað, helvíti mikil áhætta þar sem mikið var í húfi. Ekkert má klikka á þessum degi matars og sykurs. Við eigum nefnilega einn uppáhaldsstað en það eru pizzurnar hans Pete´s. Þær eru einu orði sagt klikkaðar, ég á eftir sakna þeirra og pizzanna í New York alveg ótrúlega þegar við flytjum héðan. Annars fundum við stað hérna rétt hjá okkur sem hefur verið að síðan 1978 og ég verð nú að segja að það var ekki hægt að kvarta undan þessari pizzu, að mínu mati þá komst hún helvíti nálægt honum Pétri. Eins og sést á myndinna þá ætlaði ég mér algerlega að sigra þessa pizzu.



Pizzan var mjög góð eins og ég talaði um, ég lét græðgina ekki fara illa með mig og var frekar skynsamur á þessu tímabili. Ég ákvað að taka því aðeins rólegra og safna þreki þangað til góðgætið kæmi á borðið. Á þessu tímabili var leikurinn frekar jafn og ég ætlaði mér að standa uppi sem sigurvegari eftir kvöldið. Loksins hófst leikurinn fyrir alvöru og ég átti einn af mínum bestu leikjum, ég lagði hvern andstæðinginn af öðrum af velli og margir af þeim áttu ekki roð í mig. Ég var búinn að sigra stóran hluta af Nóa Kroppi, sem hafði komið alla leið frá Íslandi til að taka þátt í þessu einvígi. Einnig komu Þristar, Lakkrís og Djúpur með sama flugi en það fór ekki eins mikið fyrir þeim um kvöldið. Það voru nokkrir innlendir aðilar sem voru mótherjar mínir eins og Skittles, Milk Duds, Haribo og Twix. Satt best að segja þá átti ég í mestum vandræðum með Milk Duds, ég vann helvíti marga af þeim en þeir voru bara allt of margir.

Hver kannast ekki við það, sérstaklega þeir sem hafa verið í íþróttum eða keppnum. Þegar þið leggið allt í sölurnar og spilið alveg ógeðslega vel en samt sigrið þið ekki. Í gær þá átti ég einn af mínum bestu leikjum á mínum ferli, ég lagði mig allan fram, var með góðan undirbúning og hugann við leikinn allan daginn og meiri segja í nokkra daga áður. Ég skoraði nokkur falleg mörk og leiddi leikinn lengi en í seinni hlutanum þá átti ég engin svör, var orðinn þreyttur, útþaninn og yfirspilaður. Núna daginn eftir þá er ég að jafna mig eftir gærkvöldið og geri fastlega ráð fyrir því að ég muni fá sykursjokk næstu daga. Ég er búinn að lofa mér og fjölskyldunni að taka ekki þátt í svona einvígum á næstunni og mun líklegast ekki gera það fyrr en næsta þrettánda. Hef einnig lofað mér að taka ekki þátt í minni einvígum á virkum dögum og hef sett mér það markmið að sigra andstæðinga gærdagsins næstu helgi og kannski helgina eftir. Mun líklegast skora þá á hólm næsta laugardag. Í sambandi við sykursjokkið þá verður erfitt að vera án sykurs næstu daga þar sem líkaminn mun eflaust kalla á meira næstu daga en ég ætla mér að vinna það einvígi.


Bið að heilsa.
Arnar Freyr


Föstudagurinn 5. jan

Núna er kominn föstudagur og við ætlum að fara út og kíkja aðeins á mannlífið hér í miðbænum, skoða dót fyrir litla bróður, ekki fyllerí ef þú varst að spá í því :). Í gær þá horfði ég á Lakers v.s Kings og vá hvað þetta var geðveikur leikur, framlenging og læti. Lakers missti niður 21 stigs forystu og jöfnuðu svo þegar 0.1 sek. var eftir. Kobe var outstanding og Charles Barkley var ekki síðri sem þulur. Frekar hnyttinn tappi með smá hroka og góðan húmor.

Annars héldum við í gær að litli bróðirinn ætlaði bara að fara að koma í heiminn og þá svolítið fyrir tímann. Því Sonja byrjaði að finna skrýtinn seiðing og smá óþægindi í mallanum, þetta endurtók sig svo fjórum sinnum á 30 mín. fresti. Ég verð að viðurkenna að ég var orðinn hel.... stressaður, erum nefnilega ekki búin að finna nýjan spítala eftir að við ákváðum að hætta hjá þeim sem Sonja fór fyrst í skoðun. Einnig hefði ég þurft að vera heima með Kristófer, því Kristín er enn á Íslandi og Sonja hefði farið ein upp á spítala. En sem betur fer hætti þetta og við áttum bara rólega og góða stund um kvöldið og horfðum á tvo þætti af Greys´Anatomy við mikin fögnuð Sonju sem hafði nefnilega ekki séð þá.

Á morgun er svo okkar árlega þrettándagleði og ætlum við líklegast að horfa á Kill Bill 1 og 2 og taka svo tvær myndir sem við náum í gegnum sjónvarpið. Hrikalega þægilegt að þurfa ekki að fara út á video leigu og ná í spólu og hvað þá að skila henni. Að skila spólu er eitt það leiðinlegasta sem maður gerir og ég veit að fólk er sammála mér. Það er eitthvað við það sem ég get ekki útskýrt, þetta er bara allt annað en að fara út og taka spóluna.

Bið að heilsa í bili.
Arnar Freyr


Dagurinn í dag

cg_1024

Jæja, ég ætla að fara að koma mér í háttinn, var að enda við að horfa á frekar slakan leik Knicks og Portlands. Loksins vann Knicks en mikið hefur verið talað og skrifað hér hvað þeir hafa verið slakir. Svo hefur víst áhorfið og mæting á leiki snarminnkað og þeir eru víst að bjóða frekar ódýra miða miðað við venjulegt verð. Spurning hvort að maður skelli sér á leik, nenni samt eiginlega ekki að horfa á þetta skelfilega lið, nema að mínir menn í Lakers mæti í borgina. Ég hef séð nokkra leiki með Lakers og hef ótrúlega gaman af, hefur eiginlega komið í stað meistaradeildarinnar. Það ótrúlega við þetta land að ein stöð sýnir alltaf leiki frá ensku á laugardögum, hef séð leiki með Liverpool og gaman að sjá hvað þeir eru helvíti góðir og hversu Chelsea er ógeðslega lélegir miðað við aðastæður. Ekki slæmt að sjá Mourinho greyið væla.

Annars er allt gott að frétta héðan, við ætlum að fara að koma okkur í að kæra hana Lailu vinkonu okkar fljótlega. Svo skemmtilega vill til þá er hún farin að vinna í apótekinu fyrir neðan okkur og erum við alltaf að hitta á hana. Það verður ekki leiðinlegt að hitta hana eftir að við kærum hana hvað þá ef við fáum peningin okkar aftur tilbaka. Mig langar hrikalega að laumast með myndavélina í apótekið og taka mynd af henni svo ég geti sýnt ykkur ógeðið.... dísús kræst hvað hún er ógeðslega ómyndarleg og bara viðbjóðsleg. Við fáum enn hroll þegar við hugsum tilbaka þegar við gistum í þessu sorabæli hennar. Lyktin og óhreinindin voru óhuggnaleg, Sonja og Kristófer vöknuðu alltaf með bit á líkamanum eftir einhverjar skemmtilegar pöddur. Eitthvað var minn skrokkur ekki nægilega góður fyrir þær, því aldrei vaknaði ég með bit... verð að viðurkenna að ég fékk smá höfnunartilfinningu.

Af Sonju er allt gott að frétta, henni líður mjög vel og er komin á 34 viku. Ég verð að viðurkenna að hún kemur mér alltaf á óvart hversu góður kokkur hún er. Hún matreiðir alltaf svo gott og hefur meiri segja komið mér á bragðið með fisk, var ekki mikill fiskimaður. Hún er alveg frábær eiginkona, alltaf svo góð og hugsar mjög vel um okkur strákana. Kristófer er eiginlega ekki lengur lítið barn heldur er hann bara orðin krakki þrátt fyrir ungan aldur. Hann er farinn að tala svo mikið og er alveg ótrúlega sniðugur og skemmtilegur. Er alveg frekar stríðinn, veit ekki hvar hann hefur fengið það ;).

Að lokum vil ég mæla með einu fyrir ykkur hvort sem þið eruð lítil eða stór börn á öllum aldri. Það er apinn Curious George, en Kristófer fékk myndina um hann frá ömmu Hónu og hefur myndin verið spiluð að meðaltali kannski 5* á dag. Drengurinn hefur alltaf jafn gaman af honum og ég verð að viðurkenna að mér finnst myndin bara skemmtileg. Hef ekki fengið leið þó svo ég hafi kannski séð hana 20* og á morgun verð ég alla vega búinn að sjá hana 23*.

Góða nótt frá New York.
Arnar Freyr


Jólin í NY

Það var nú svolítið skrýtið að vera ekki á Íslandi yfir jólin og áramótin en sem betur fer gátum við sett fram smá íslenska jóla stemmningu. Frá og með 1. des glumdu íslensku jólalögin í bland við þau erlendu daginn inn og daginn út. Svo vorum við mjög heppin og fengum ömmuna til okkar yfir jólin og kom hún færandi hendi með fullt af íslensku góðgæti. Það var yndislegt þegar ég sá Nóa konfektið og guð minn góður hvað ég borðaði mikið af því. Einnig kom hún með íslenska blandið, appelsín og malt, við eigum enn eftir eina maltflösku og eitthvað af appelsíni en það verður drukkið á þrettándagleðinni.

Á jóladagsmorgun gerði amman sitt margrómaða kakó sem við drukkum með bestustu list ásamt brúnkökunni sem hún kom með. Þetta bland, kakó og brúnkaka er eitthvað til að tala um. Ég drakk frekar mikið af því og slátraði svona nokkrum sneiðum af kökunni og kostaði þetta allt sitt, svona kannski extra mánuður í æfingum,,,,, en þetta var allt þess virði.

Við notuðum jólin einnig í að sýna ömmunni Nefjork, við fórum með hana á Manhattan og Staten Island. Á Manhattan skoðum við búðir, fórum í Soho og Tribeca ásamt því að rölta um allt og fara í Central Park. Á Staten Island skoðuðum við verslunarmiðstöðina og ég tók gömlu með mér í skólann og sýndi henni svæðið.

Gamlársdagur var mjög góður, við borðuðum svínabóg sem skvísan og amman elduðu í sameiningu, hann var alveg ljúfengur. Annars reyndum við að gera þetta svolítið íslenskt með því að hlusta á íslensk hátíðarlög meðan við borðuðum, horfðum á skaupið um kvöldið og drukkum jólaöl. Einnig heyrðum við í systkynum mínum en þau vorum með smá gleði hjá Reynþóri, það var hið árlega furðufataþema. Það var víst ákveðið að þemað yrði ljótir íþróttabúningar. Til að sýna út á hvað þetta gengur þá skelli ég inn mynd frá kvöldinu hjá þeim.

20070101134547_3

Gleðileg jól

Arnar Freyr


Jæja þá er komið að því

Picture+364j

Eftir langt og strangt ákvörðunarferli hef ég ákveðið að reyna að skrifa nokkrar línur af og til. Vonandi mun það takast alla vega á meðan við dveljum hér í USA. Annars voru jólin að klárast og amma Hóna er farin aftur til Íslands, hún var hérna hjá okkur yfir jólin og skemmtum við okkur vel. Það hefur nú alltaf verið svolítið tómlegt þegar jólin hafa endað, en núna getum maður bara ekki verið leiður því það styttist með hverjum deginum þangað til litli Arnarsson kemur í heiminn. Eftir útreikninga þá höfum við komist að því að hann kemur 14. feb en svo er bara að bíða og sjá hvort að það standist.

Svo er nú ekki hægt að kvarta því við litla fjölskyldan verðum með okkur árlegu þrettándagleði næsta sunnudag, en þá er pöntuð pizza og keypt ógrynni af nammi og horft á svona fjórar til fimm kvikmyndir. Reyndar verður þessi dagur ekki til að hjálpa til við að ná af sér jólasteikinni, aldrei áður hef ég náð að safna eins miklu af óþarfa aðskotafitu á svona skömmum tíma. Finnst ég vera orðinn hnöttóttur og andlitið eins og blaðra. Ég hef bannað allar myndatökur af mér í óákveðin tíma og stefni ég að því að láta mynda mig vonandi aftur á þessu ári.

Þá er að prufa að henda þessu inn og sjá hvort að ég nái að halda áfram að skrifa eitthvað inn næstu daga, vikur og mánuði. Shit maður, þetta var næstum búið að klikka þegar ég ætlaði að henda þessu inn, en einmitt á þeim tíma þegar ég var að setja þetta þá datt netið ú tog það kom “this page cannot be displayed”. En sem betur fer mundi ég að vista þetta rétt áður en opnunin yrði. Til þess að kvarta aðeins þá langar mig að kvarta yfir netinu hérna í NY, en það er svo slow og sambandið alltaf slitna, getur gert mann helvíti pirraðan.

Kveðja,
Arnar Freyr


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband