Kalt í New York

Núna er kominn skítakuldi hjá okkur, frost og góður vindur. Það er líka ágætlega kalt í íbúðinni vegna þess að ekki er nægilega vel hitað hérna hjá okkur og maður getur ekki verið léttklæddur inni. Skólinn byrjaði í seinustu viku og það var ekki auðvelt að koma sér í gírinn eftir langt og gott jólafrí. Við áttum mjög góða helgi þrátt fyrir að ekki var hægt að vera mikið úti, þess í stað höfðum við bara kósý helgi og lágum fyrir framan sjónvarpið og horfðum meðal annars á Söngvakeppnina, það er alltaf jafn gaman að horfa á þetta. En ekki er hægt að segja að gæðin séu mikil hjá þáttakendum, treysti mér samt ekki til að segja að ég syngi betur.

Svo fórum við á laugardaginn í heimsókn til Kristínar og Robs, og Kristófer skemmti sér konunglega við að leika við Töru. Þannig að það verður gaman að sjá þegar hann og litli bróðir leika sér saman. Má fastlega búast við að mikið verður um boltaleiki því stóri bróðir vill helst fá alla með sér í boggabó(boltaleik). 

Svo um helgina var Super Bowl, en í USA þá snýst allt um þennan leik og helgin er tileinkuð honum. Það kemst varla annað að í sjónvarpið en umfjöllun um hann. Því miður horfði ég ekki á hann aðallega vegna þess að ég nennti ekki að horfa á hann.

Ég læt þetta bara nægja í bili.

Kveðja

Arnar Freyr


Skoðanakönnun

Endilega kíkið á skoðanakönnunina sem er vinstra megin og vinsamlegast svarið henni.

Mikil vonbrigði....

Ég hélt að þetta væri að takast, en nei þvílík vonbrigði að tapa þessum leik. Eftir að hafa komið sér aftur inn í leikinn náðum við að tapa honum á grátlegan hátt. Það þýðir samt ekki að gráta þó svo stutt sé í grátinn heldur safna liði og hefna. Margir leikmenn fá rokkstig fyrir þennan leik þá aðallega Snorri sem átti örugglega sinn besta leik á ævinni. Annars fær Hreiðar ekki mörg rokkstig fyrir sinn leik þó svo hann spilaði ekki mikið, hef sjaldan séð markmann spila á þessu leveli með jafn lítinn leikskilning. Vil ekki skrifa of mikið um leikinn því vonbrigðin eru það mikil, þess í stað vil ég klappa fyrir landsliðinu fyrir frábæra og æsispennandi skemmtun.

Eins og ég hef sagt áður þá gerist alltaf eitthvað hérna í New York. Eftir leikinn heyrði ég hávaða rifrildi fyrir utan húsið, ég kíkti út í glugga þá er NYPD í svaka rifrildi við einn soldier. Auðvitað læddist ég aftur út í glugga og skellti nokkrum myndum og tók smá myndband. En smá vonbrigði, ég beið alltaf eftir byssunum eða handjárnunum, en því miður fyrir slúðrið þá endaði þetta ekki svoleiðis. Soldierinn var bara leiddur inn í bíl og keyrt með hann í burtu, en það versta var þegar þessu var að ljúka þá tók einn officerinn eftir því að ég væri að mynda og kallaði til hinna að það væri verið að taka þetta upp. Ég hljóp inn í næsta herbergi með móðursýkishlátur og sá fyrir mér að bankað yrði á hurðinni og beðið um upptökuna. Ég hlóð myndirnar strax inn í tölvuna og faldi myndavélina. En sem betur fer hefur ekki enn verið bankað. Ég skelli inn tveimur myndum og hægt er að stækka þær með því að smella á þær.

IMG_0678 IMG_0680

Kveðja,

Arnar Freyr


Panini

Ég hefði nú kannski ekki mikið átt að minnast á sönghæfileika mína því óprúttnir aðilar hafa sett comment á síðuna og ég ætla að vona að fleiri geri það ekki Devil. Þessir aðilar sem þetta gerðu vita að þeir eru ekki enn giftir og það á ennnnnn eftir að steggja þá....Bandit

Annars viðurkenni ég að get ekki sungið en ég ætla að halda því staðfast að það eru margir verri en ég, þangað til annað kemur í ljós.

Seinustu dagar hafa verið mjög ljúfir og þægilegir, við höfum tekið því rólega fyrir utan að við fengum góða heimsókn á laugardaginn var. En þá kom hin litla Brooklyn fjölskyldan til okkar, Kristín, Rob, Tara og systir Kristínar sem er Au Pair hjá þeim. Sonja sýndi enn og aftur eldhúshæfileika sína og slengdi fram Panini og ostaköku að hætti Nefjork búa. Svo í gær skellti ég mér í bíó með Rob á Times Square, við sáum Blood Diamonds með DiCaprio og kom myndin skemmtilega á óvart. Held að þetta hafi verið ein af betri myndum sem ég hef séð í langan tíma.

Nú er rúmur klukkutími í leikinn við Dani og ætla ég að fara að gera mig tilbúinn fyrir leikinn, fara að ná í þvottinn, og gera útsendinguna tilbúna. Eins gott að netið klikki ekki núna, ég missti nánast af seinni hálfleiknum við Þjóðverja, kannski skipti engu máli. En vonum það besta.

Hérna að neðan er hvernig hver og einn spáir fyrir um komu bumbudrengsins, athygli vekur að Magnús Guðmundsson hefur ekki enn látið ljós sitt skína og því hvetjum við hann til að gera það sem fyrst. Potturinn er kominn upp í 5.000 kr.

Ég ætla sjálfur að giska á 2 feb, 5 feb eða 8 feb.

Arnar Freyr Reynisson, 16.1.2007 kl. 20:13

2 Þar sem ég er nú frekar hlutdræg Cool  þá ætla ég að giska á 8 feb, 18 eða 22

Óskráður (Sonja bumba), 17.1.2007 kl. 00:32

3 Ég ætla að að giska á 3 feb, 4feb og 10 feb. Kveðja Karl Grönvold

Óskráður (Karl Grönvold), 17.1.2007 kl. 05:27

Mér finnst svindl að þið fáið sjálf að vera með því það er deginum ljósara að þið hafið meiri og betri upplýsingar heldur en við hin! Smile En ég stenst samt ekki sjálfur mátið og ætla að giska á 13,14 eða 15 febrúar!

Brjánn Guðni Bjarnason, 17.1.2007 kl. 08:48

5 Þetta er borðleggjandi, en ég ætla samt að hafa vaðið fyrir neðan mig og giska á 3 daga.  Þeir eru: 9.feb, 10.feb eða 11.feb.

Óskráður (Villi Gauti), 17.1.2007 kl. 13:03

6 Ég þekki góða menn sem eiga afmæli 14 feb, 16 feb og 18 feb.. þannig það eru mínar ágiskanir.. Reyndar á Michael Jordan afmæli 19 feb..

Óskráður (Ingi Björn), 17.1.2007 kl. 14:59

7 Ég er með þetta: 9. 19. eða 23. feb.

Óskráður (Reynir Þór Reynisson), 17.1.2007 kl. 16:22

 Ég hef alltaf rétt fyrir mér og hann fæðist 18.febrúar, í ljósi þess og til heiðurs mér þá verður hann skírður Hrannar. Svonar er bara lífið Wink með frænkukveðju Elsa Hrönn

Óskráður (Elsa Hrönn), 19.1.2007 kl. 17:30

Við segjum 16, 19 eða 23 feb. Ég er alltaf með allar tölurnar réttar en það verður líklega erfitt í þessu nema það komi þríburar og enginn á sama deginuGrin En okkur hlakkar til að vinna og sendu mér bara peninginn til Flórída þar sem við erum að fara þangað í febrúar og máttu hafa þetta í dollurumWizard Kveðja,  Bjarni og Arna

Bið að heilsa frá Brooklyn

Arnar Freyr


Skítakuldi og Ameríkan í dag

Það er orðið svo hrikalega kalt hérna í New York að tilfinningin að fara út hryllir við manni. Það er kannski 8 gráðu frost og svo er frekar kaldur vindur sem stingur mann inn að beini. Ég ætla að vona að þetta verði ekki lengi, annars erum við búin að vera mjög heppin með veður hérna. Það hefur varla farið niður fyrir frostmark og ég verð að segja að maður er orðin frekar góðu vanur. Kvíði svolítið að fara í skólann vegna kuldans því ég ferðast alltaf með strætó, og á kvöldin þegar ég tek hann heim þarf ég að fara með tveimur strætóum. Oftast þarf ég að bíða eftir seinni strætónum úti í svona kannski 10 mínutur, og í þessu veðri munu þær vera asskoti lengi að líða.

Í New York gerist nú margt og mikið, ég rakst á eina frétt þar sem 58 ára karlmaður varð undir traktor og lést. Hann var verkamaður sem var ásamt vinnufélögum sínum að vinna við að endurbyggja húsnæði. En málið er að sá sem lenti í því leiðinlega atviki að keyra yfir hann var enginn annar en sonur hans. Sonurinn tók ekki eftir því að hafa keyrt yfir hann, heldur sá hann föður sinn liggja á jörðinni. Frekar óskemmtileg reynsla sem greyið drengurinn varð fyrir og mun hún eflaust lifa með honum lengi.

Þar sem kuldinn er frekar mikill hérna húkum við bara inni og horfum á sjónvarpið. Ætlum við reynum ekki bara að hvíla hana Sonju mína næstu daga og undirbúa hana undir komandi átök. Annars höfum við verið að fylgjast með Ameríska Idolinu og það verður nú að segjast að Idolið hefur sjaldan verið jafn skemmtilegt. Ég mæli eindregið með því að þið fylgist með þessum þáttum. Þetta er saman safn af hinu ótrúlegasta og skrýtnasta fólki sem um getur. Mér finnst ótrúlegt hversu margir halda að þeir séu góðir söngvarar og mótmæla dömurunum hástöfum. Ég get svarið það að margir þarna eru mikið verri söngvarar en ég, "þó þið kannski trúið því ekki" og meiri segja upptakan úr steggjuninni er betri. Margir af þáttakendunum sungu mikið verra en ég gerði á þessum eftirminnilega degi og þeir mótmæla fyrir það, blóta og öskra í myndavélina. Það er gaman að þessu, og eitt er víst að ég mun ekki halda því fram að geta sungið og hvað þá að rífa kjaft fyrir það. Annars svona er ameríkan í dag.

Góða helgi,

Arnar Freyr


NY

Ekki mikið að frétta héðan nema Sonja fór í skoðun í dag og allt lítur rosalega vel út. Óléttan er aðeins farin að segja til sín því hún litla dúllan mín er komin með legusár á bossann Tounge. Nei bara smá spaug, hún er mjög hress og við erum orðin verulega spennt að fá minnsta kútinn. Fórum í gær til Manhattan og versluðum þá seinustu hlutina fyrir komandi Junior. Annars eftir að hafa blótað Rúv í nokkra daga hætti ég því loksins í dag eftir að hafa fengið sendan tengil á síðu sem sýnir leikina á HM beint. Það var virkilega ánægjulegt að þurfa ekki að hlusta á útvarpslýsinguna eða horfa á leikina í gegnum webcameru. Ég hlakka mikið til að horfa á leikinn á morgun sem byrjar klukkan 12.30 að okkar tíma. Bið að heilsa ykkur, hef ekki mikið að segja í dag, en í stað orða ætla ég að skella inn nokkrum myndum. Hægt er að smella á þær til að stækka.

IMG_0478  IMG_0479 IMG_0155 IMG_0440 IMG_0089 IMG_0139

IMG_0598 Picture 329 DSC00052


Law and order!!!

header-streaming

Jæja, þá er mánudagur runninn upp og helgin liðin. Þessir dagar hafa verið alveg ljómandi góðir, en fyrst verð ég nú að hrósa íslenska landsliðinu fyrir sigurinn á Frökkum í dag. Annar eins sigur í íslensku íþróttalífi hefur að mínu mati aldrei gerst áður. Að sigra Evrópumeistarana með 8 mörkum og með alveg svakalega góðum leik gefur landsliðinu mörg rokkstig. En þrátt fyrir frábæran sigur get ég ekki hrósað RÚV fyrir góða leiki og gott mót. Eftir að hafa séð Liverpool vinna góðan sigur á Chelsea um helgina ætlaði ég að horfa á leikinn gegn Áströlum í gegnum netið. En þetta yndislega ríkissjónvarp okkar Íslendinga hefur ekki sótt um leyfi eða reynt að fá það til að senda út á netinu. Ég get ekki annað en blótað þeim fyrir að hugsa ekki um íslendinga sem búa erlendis og ætla ég að vona að þeir reyni að bjarga þessu í milliriðlunum eða sendi líka út óbeint.

Annars eftir leikinn þá gerðist nokkuð fyndið, ég fór niður til að ná í póstinn. Og ég sá umslag frá People´s Court í New York. Ég áttaði mig á því að þetta tengdist eitthvað henni Lilu, vinkonunni okkar sem við kærðum. Svo skemmtilega vill til þá var þetta bréf frá sjónvarpsþætti sem er á sjónvarpsstöðinni Fox 5. Þessi stöð sýnir meðal annars Ameríska Idolið, 24 og fleiri góða þætti. Málið er að þeir vilja taka kæruna og sjónvarpa henni í þætti sem heitir People´s Court. Það er virkilega ótrúlegt að við megum ekki gera neitt þá vilja allir sjónvarpa því, það er eitthvað með okkur og Beckham fjölskylduna, allt sem við gerum endar í fjölmiðlum. Það er samt spurning hvort við eigum að láta verða af þessu og hvort að Lila vilji taka þátt í þessu. En kostinir væru að við fengjum peninginn greiddan tilbaka hvort sem við myndum vinna eða tapa. Hérna er tengill á þáttinn og endilega segjið ykkar skoðun hvort við ættum að taka þátt í þessu.

250px-MarilynMilian

Bóndadagurinn var á föstudaginn en við héldum upp á hann á laugardaginn. Það var ekki ég sem ákvað að halda upp á hann, heldur vildi dúllan mín gera daginn að mínum. Reyndar kvarta ég ekki því ég veit að ég á von á góðu þegar dúllan mín tekur sig til. Hún gaf  mér magnað flott bindi og bakaði uppáhaldskökuna mína sem er Hjónabandssæla. Hún lét ekki staðar numið eftir þetta og eldaði dýrindis Pork Roast fyrir mig. Steikin var alveg geggjuð og allt sem henni fylgdi. Svo áttum við rólegt kvöld og horfðum kvikmyndina Goal, sem kom mjög á óvart og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa gaman af íþróttum og lifa sig inní þesskonar myndir. Hún Sonja mín fær fullt af rokkstigum fyrir þennan dag. 

Sunnudagurinn var nú einnig mjög skemmtilegur og fórum við í Baby Shower veislu sem Kristín og Rob héldu fyrir komandi son okkar. Alltaf gaman af svona amerískum hefðum og kynnast menningunni sem er í þessu landi. Annars ætla ég að láta þetta nægja í bili og vil aftur minna á veðbankann sem er neðar á síðunni.

IMG_0625k     IMG_0623k

NY kveðja

Arnar Freyr


Hátíðarhöld!!!!!

DSC_5408

Ég fékk undarlega tilfinningu fyrr í dag, mér fannst eins og það ætti vera eitthvað sem ég ætti að fagna í tilefni dagsins. Eftir nokkra stund áttaði ég mig á þessu. Já hugsaði ég, það var einmitt á þessum degi fyrir þremur árum að Vilhelm Gauti fyrrum fyrirliði HK í handknattleik skoraði þrjú mörk á sömu æfingunni og tel ég einu sinni ekki með mörk í upphitun hjá honum. Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum degi, það var ótrúlega gaman að sjá drenginn í þessum mikla ham sem hann var í.

Æfingin byrjaði eins og venjulega með upphitun en eftir hana var skipt í tvö 7 manna lið, og sem betur fer var ég með honum í Villa í liði, því enginn markmaður myndi óska sér að lenda í drengnum í þessum brjálaða ham. Ég verð að viðurkenna að fyrsta markið sem hann skoraði er eitt af mínum uppáhalds, en það var þannig að við vorum búin að standa í vörn í þónokkurn tíma þegar Villi nær að stela boltanum úr höndum andstæðingana. Hann geystist upp völlinn á ógnarhraða, það horfðu allir öfundaraugum á hann yfir hraðanum sem hann var á. Það meiri segja rumdi í salnum og allir leikmenn horfðu stjarfir á hann. Hann hljóp það hratt að enginn þorði að fylgja honum eftir, sem betur fer stóð ég ekki í markinu á móti honum því ég hefði bara lokað augunum eða hlaupið úr markinu. Hann hljóp endilangann völlinn stökk upp á 6 metrum og hamraði boltanum í netmöskvana. Allurinn salurinn klappaði og fagnaði með honum.

Annað markið var nú ekki slæmt en það skoraði hann úr vítakasti sem hann meiri segja fiskaði sjálfur eftir að hafa tekið sína vinsælu gabbhreyfingu, en hún kallast ormurinn. Hraði, snerpa og einbeiting var mottó Villa á þessari æfingu og verð ég að viðurkenna að þessi atvik munu seint fara úr mínu minni. Þriðja markið var stórglæsilegt en það skoraði hann eftir að hafa stokkið hæð sína í loft upp af 9 metrum og hamrað boltanum efst í fjærhornið. Ég efast um að einhver hafi séð boltann því það heyrðist bara gustur um allan salinn og "bamm" þegar boltinn lendi í netinu.

Annars vil ég óska þér Villi minn til hamingju með þennan dag og synd að geta ekki haldið upp á þetta með þér. Við munum gera eitthvað skemmtilegt á fimm ára afmælinu, það er alveg pottþétt. Eflaust munt þú og Svanhvít gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins og vil ég óska ykkur góðrar skemmtunar og ánægjulegs dags. 

Með kærri kveðju,

Arnar Freyr

E.s Smá skáld í gangi


Are you from Russia?

RussiaFlag

Hvað er málið, verð ég nú að spyrja. Það eru ekki ófá skiptin sem maður heyrir hérna úti: Are you from Russia eða Do you speak Russian? Einhvern vegin finnst mér þetta hálf niðurlægjandi, ég veit ekki alveg hvers vegna. En ætli það sé ekki vegna þess að fólkið frá þessu landi og löndunum í kring eru ekki alveg það skemmtilegasta og hvað þá myndarlegasta. Mér hefur alltaf fundist ég óskaplega myndarlegur, alla vega áður en ég kom hingað. Einnig hef ég verið spurður hvort ég sé frá Póllandi, sem er ekki betra. Ég er ekki með neinn rasisma, en af reynslu minni þá er hún frekar neikvæð gagnvart fyrrverandi kommúnismalöndunum. Hvers vegna getur enginn spurt hvort maður sé bara frá Skandinavíu eða Mið-Evrópu, kannski er það útaf fólk hérna þekkir ekki til þessara landa. Ég trúi ekki að ég sé með útlit eins og Rússar ætla frekar að trúa því að það sé hreimurinn eða fáviska fólks hér í borg. Sonja hefur meiri segja lent í þessu líka og henni finnst þetta frekar niðrandi vegna þess að hennar mati eru konur frá þessum löndum hálf druslulegar. Ef þið komið til USA þá megið þið eiga von á þessu Wink 

Annars er allt gott að frétta af okkur, Sonja fór í skoðun í gær og fékk þá að vita að allt liti vel út. Kristófer er alltaf jafn sprækur og hress og þroskast ótrúlega með hverjum deginum sem líður. Svo vil ég minna á veðbankann, endilega takið þátt þið sem hafið ekki gert það nú þegar.

Bið að heilsa frá New York.

Arnar Freyr


Þvottadagur, veður og veðbanki

Lightning%20Storm

Ekkert svakalega spennandi í gangi núna nema það var þvottadagur í dag. Ég fór i Laundrymat og þvoði tvær vélar, alltaf jafn gaman að fara með þvottinn og hitta pirruðu þvottakellinguna. Það er kínversk kona sem á staðinn ásamt manni sínum og hún virkilega þolir mig og Sonju ekki. Hún heilsar öllum með svaka kveðju nema okkur, er alltaf pirruð þegar við erum að þvo hjá henni.

Það er brjálað veður hérna í USA. En sem betur fer höfum við í NY sloppið við það alla vega í bili. En 42 hafa látið lífið í Bandaríkjunum vegna kulda og snjókomu undanfarna daga og yfir 500 þúsund heimili eru án rafmagns. Vinur okkur hann George W. Bush, lýsti yfir neyðarástandi í nokkrum fylkjum í gær. Verst er ástandið í Oklahoma en í gær létust 14 manns þar og í Missouri létust níu.

Eins og flestir vita þá eigum við von á litlum dreng í febrúar ( Sonja er sett á 14 feb.) og af því tilefni ætla ég að setja af stað smá veðbanka. Ég vil að þið giskið á hvaða dag drengurinn mun koma í heiminn. Það kostar 200 krónur að vera með, og sá aðili sem getur réttan dag hirðir pottinn, ásamt því að fá smá aukaverðlaun frá okkur NY búum. Einungis má giska á þrjá daga og kostar hver dagur 200 krónur. Setjið nafn ykkar í athugasemdir undir þessari frétt og þann dag sem þið veljið, og ég mun svo hafa samband og gefa ykkur reikningsnúmer sem leggja á þáttökugjaldið inná. Það mega allir taka þátt, því fleiri sem taka þátt því meiri verðlaun eru í boði.

untitled

Kveðja frá NY

Arnar Freyr


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband