28.2.2007 | 01:22
Days of our lives
Eitthvad finnst mer glatad ad byrja thessa faerslu og ekki med neitt krassandi til ad segja fra. Thvi seinustu dagar og vikur hafa verid alveg otrulega merkilegar og mikid ad gerast, ad minu mati alla vega.
Kannski thad merkilegast er ad tengdo er hja okkur, og ad tolvan min krassadi heldur betur a sunnudaginn var. Eins og stadan er nuna tha hofum vid misst allt sem var inna a tolvunni minni, thar a medal allar okkar myndir fra NY og faedinguna hans Jonatans. Eg er ad vonast til ad geta nad thessu tilbaka thvi einnig eru skolagognin min tynd. Eins og kannski haegt er sja tha var tolvan min sett upp aftur med ensku lyklabordi en vonandi get eg reddad thessu, frekar otholandi ad rita med thessu systemi.
Eg for med tengdaforeldrana til borgarinnar i dag eda a Manhattan og attum vid finan dag. Skodudum i budir og versludum sma, Sonja var heima med minnsta drenginn okkar, thvi eins og stadan er i dag tha er hann adeins of stuttur i annan endann til ad fara ut. Laet thetta naegja nuna.
Kvedja,
Arnar Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 17:23
Hann á afmæli í dag
Þann 24. febrúar fyrir 29 árum kom lítill snáði í heiminn. Hann fékk nafnið Magnús Guðmundsson og er sonur Guðmundar og Maríu. Hann á einu systur og einn bróður en þau eru bæði nokkrum árum eldri en hann. Magnús ólst upp úti á landi nánar tiltekið á Hólmavík og ber hann enn þess merki því hans uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni er QPR. En í tilefni dagsins vil ég óska þér innilega til hamingju og vonandi verður dagurinn jafn skemmtilegur og þegar QPR skoraði einu sinni 3 mörk í sama leiknum. Þar sem ég er ekki staðsettur á Íslandi þá veit að það bíður mín kaka þegar ég kem til landsins.
Bestu kveðjur frá NY,
Arnar Freyr, Sonja, Kristófer Dagur og Jónatan Guðni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2007 | 00:52
Frækinn sigur
Það er ekki annað hægt en að brosa og njóta lífsins þegar maður hefur sigrað vinkonu okkar hana Lilu. Það gerðist nefnilega á þriðjudaginn að réttlætið sigraði. Ég mætti ákafur í Court húsið til að fá peninginn okkar tilbaka. Þegar ég kom að salnum sem ég átti að mæta í þá fékk ég þetta skemmtilega og mikla sjokk og hugsaði með mér, hvað í andskotanum er ég að koma mér út í. Því þegar ég leit inní salinn þá var hann troðfullur af fólki.
Ég reyndi aðeins að slaka og hugsa með mér að fólkið væri ekki komið til að hlusta á mig, en þetta var eiginlega ekkert að virka. Stressið og fiðringur magnaðist bara asskoti mikið. Ég dröslaði mér inní salinn og settist aftast. Eftir svona hálftíma bið kom maður inn í salinn og útskýrði hvernig þetta virkaði. Hann sagði að kallað yrði upp nöfn allra inni, og hver og einn átti að standa upp þegar nafn viðkomandi væri kallað upp og segja nafn sitt. Þetta var gert til að sjá hverjir væru mættir, ef sá aðili sem fékk kæruna var ekki mættur (Lila) þá myndi málið fara fram í öðrum sal og fyrir framan svokallaðan Arbitrator. En það er lögfæðingur sem er ekki löggildur dómari heldur lögfræðingur með mikla reynslu. Ég reyndi að rína yfir salinn og leita að vinkonunni en ég sá hana ekki. Ég vonaði svo innilega að hún kæmi ekki svo ég myndi ekki þurfa að fara með málið fyrir framan dómara og aðra áhorfendur.
Þegar nafnið mitt var kallað upp þá stóð ég upp og kallaði nafn mitt hástöfum, en svo virðist sem að fólk skilji nafn mitt ekki og geti ekki sagt það, því maðurinn kallaði Anla Fley, eða eitthvað í þá áttina. Ég sá svo að enginn stóð upp þegar nafn hennar Lilu var kallað upp...... ég verð að viðurkenna að mér létti örlítið því ég vissi þá að hún gæti ekki varið sig greyið kellinginn. Til að stytta söguna og aðstæðurnar þá fór ég inn í annan sal þar sem ég beið eftir því að vera kallaður upp, þegar nafn mitt var kallað upp þá var mér bent á að fara í þriðja salinn þar sem ég átti að hitta þennan Arbitrator. Ég fór inní þann sal ásamt Kristínu vinkonu Sonju sem var mitt vitni um að við gistum hjá þeim þessa daga í september, og fasteignasalann sem sá um að leigja okkur íbúðina til að staðfesta sögu mína.
Við komum inn í salinn og þá var eitt mál í gangi og annað sem var á undan okkur. Við settumst aftast og við sjáum þá að lögga stendur fyrir framan okkur og er í hörku samræðum við þrjá aðila. Það eru einhver hörku læti í gangi, það átti víst að henda þessum aðilum út vegna einhverra ástæðna sem ég veit ekki um. En málið er að annar maðurinn fer að rífa kjaft við lögguna á fullu. Þetta voru víst bræður og annar bróðirinn sem er ekki að rífa kjaft kýlir hinn og segir honum að halda kjafti. En hann lætur ekki segjast og heldur áfram að rífa kjaft þannig að fleiri löggur koma á svæðið. Það eru komin mikil læta og harka í þetta og löggurnar eru að berjast við að taka hann niður. En þá er það besta að það mætir dómari inní salinn og segir við manninn: I´ve told you to go out of the building, þá segir maðurinn við dómarann: Fuck you, who do you think you are. Kannski ekki viturlegt að segja þetta við dómara, þannig að maðurinn var laminn niður á stundinni og handtekinn á staðnum og leiddur svo í burtu. Einhvern veginn þá var smá hræðsla í manni því við vorum bara meter frá þessu öllu, en þetta var bara skemmtileg viðbót í reynslubankann. Það var einnig alveg pottþétt að þessir menn voru á einhverju hörðu efni, líklegast kókaíni.
En þegar þessum látum lauk þá fór ég til Arbitratorsins og útskýrði stöðuna og málið. Eftir smá stund þá sagði hann að hún ætti að borga okkur tilbaka og að hann myndi úrskurða okkur sigur í þessu máli. Við fáum dómsúrskurðinn sendan í næstu viku, og þegar við fáum hann þá liggur leiðin beint í búðina þar sem hún Lila er að vinna til að versla einhverja hluti og glotta kannski, jafnvel glotta ógeðslega mikið og enn meira.
En annars þá hefur vinkonan okkar sem ég ætla núna að kalla hundaskítinn þar sem við erum búinn að sigra hana 60 daga til að borga okkur annars fer þetta til löggunar.
Í sigurvímu frá NY.
Arnar Freyr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2007 | 17:54
We V.S Lila tonight
Í kvöld þá fer ég í réttarsalinn vegna kærunnar á Lilu. Það er komið smá stress í mannskapinn en það fylgir og ég bíð spenntur eftir að mæta kellingunni. Þetta byrjar í fyrsta lagi kl. 18.30 að okkar tíma eða kl. 23.30 að íslenskum tíma. Það er vonandi að maður komi sæll og glaður heim í kvöld og fagni þess að hafa fengið peninginn okkar tilbaka. Annars læt ég þetta nægja í bili því ég ætla að halda áfram að undirbúa sóknina.
Bið að heilsa ykkur,
Arnar Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 16:28
Úrslit veðbankans
Eins og allir vita þá er Jónatan Guðni kominn í heiminn og flestir muna líka eftir veðmálinu. Það má með sanni segja að úrslitin voru ekki sanngjörn og góð fyrir vísitölufjölskylduna í Brooklyn. Því svo óheppileg vildi til að Jónatan kom á kolröngum degi miðað við spá okkar, og til að bæta gráu ofan á svart þá voru þeir Villi og Reynir Þór sem með mikill heppni og gæfu spáðu fyrir um réttan dag. En Jónatan Guðni kom í heiminn þann 9. febrúar klukkan 16.45.
Nú er svo komið að því að greiða skuldir og hér að neðan er staða mála.
1 2 feb, 5 feb eða 8 feb. Arnar Freyr Reynisson, 600 kr.
2 8 feb, 18 feb eða 22 feb Sonja bumba, 600 kr.
3 3 feb, 4feb, eða 10 feb. Karl Grönvold, 600 kr.
4 13 feb, 14 eða 15 feb. Brjánn Guðni Bjarnason, 600 kr.
5 9. feb, 10 feb eða 11 feb. Villi, Vinningshafi
6 14 feb, 16 feb eða18 feb. Ingi Björn, 600 kr.
7 9 feb, 19. eða 23. feb. Reynir Þór Reynisson, Vinningshafi
8 18.feb. Elsa Hrönn, 200 kr.
9 16, 19 eða 23 feb. Bjarni og Arna, 600, greitt
10 12 feb, 17 feb eða 24 feb. Magz, 600 kr.
11 18. feb. Amma Jóna 200 kr.
Bið að heilsa ykkur.
Arnar Freyr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 06:15
Jónatan Guðni
Núna er annar sonur okkar Sonju næstum viku gamall, en við fórum með hann í sína fyrstu skoðun í dag. Það má með sanni segja að hann mun eflaust fylgja stóra bróður eftir í stærð og þyngd, því hann hefur nú þegar hækkað um einn cm. og þyngst um 200 gr. Fyrir þá sem ekki vita þá höfum við ákveðið að gefa honum nafnið Jónatan Guðni, en þetta nafn má rekja beint í höfuðið á ömmunum, (Jóna og Guðný). Það má nú ekki gleyma að minnast á Sonju, en dúllan mín er öll að braggast og stendur sig alltaf jafn vel í móðurhlutverkinu. Kristófer er með eindæmum hress og skemmtilegur, en hann er þegar farinn að læra inn á stóra bróðurs hlutverkið og passar vel upp á litla bróður. Hann tekur honum rosalega vel og er alltaf tilbúinn að kyssa hann og knúsa.
Í dag eru fimm dagar þangað til að ég fer í réttarsalinn vegna kærunnar á henni Lilu, og get ég vel sagt að það er þegar kominn smá fiðringur í mallann. Það verður frekar undarlegt og stressandi að fara með kæruna og flytja hana sjálfur fyrir fullum réttarsal. Það er nefnilega mjög mikið af fólki sem mætir og fylgist með þessu, ég sá inn í einn salinn þegar ég lagði fram kæruna og því miður þá var allt of mikið af fólki að horfa. En ég hef ákveðið að láta þetta ekki á mig fá heldur bretta upp ermarnar og gera allt sem ég get til að fá peninginn okkar tilbaka.
Daginn sem að Jónatan Guðni kom heim eða rétt áður en ég lagði af stað með Kristófer upp á spítalann til að sækja mæðginin þá fékk ég undarlega heimsókn. En það var bankað á hurðina, ég var með Kristófer í fanginu að klæða hann í útifötin. Við förum að hurðinni þá er heyrist fyrir framan hana; Open up Police..... Þegar ég opna hurðina þá standa þrjú risavaxin frakkaklædd tröll fyrir framan mig, ég fékk smá vott af óþæginda tilfinningu. En málið var að þeir voru að leita af mjög svo skrýtnum nágranna okkur sem er stelpa frá Puerto Rico. Hún er í einu orði sagt stórfurðuleg í útliti, ég bara á mjög erfitt með að lýsa henni, köllum hana bara Hobbitann. Það var nefnilega þannig að deginum áður að þrjár löggur bönkuðu upp á hjá henni og fóru að yfirheyra hana. Við vorum eins og sannir Íslendingar eitthvað að reyna að hlera þetta því þau stóðu frammi á gangi, ég er nokkuð viss um að þau voru að tala um homicide sem er morð íslensku, og er stelpan eitthvað viðriðin málið. Því ég var nefnilega spurður hvort ég vissi um hana eða hafi séð hana og hvort ég kannaðist við annan aðila eða mann af mynd sem þeir sýndu mér. Eins og ég hef oft sagt áður þá er alltaf eitthvað í gangi hérna í New York.
Bið að heilsa ykkur,
Arnar Freyr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2007 | 04:17
Tveir með öllu
Núna eru þrír dagar síðan litli drengurinn kom til okkar og allt gengur ljómandi vel. Hann er mjög frískur og drekkur vel eins og stóri bróðir sinn gerði. Annars hef ég ekki komist mikið í það að skrifa seinustu daga og nenni því ekki núna, svo ég ætla að fría mig frá öllu skrifi og skelli bara inn myndum .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2007 | 03:33
Hann er kominn í heiminn 09.02.07
Litli drengurinn okkar Sonju og bróðir hans Kristófers kom í heiminn í dag föstudaginn 9. febrúar. Hann vóg tæplega 15 merkur en hæðin var ekki komin á hreint þegar ég fór af spítalanum.
Það má með sanni segja að Sonja hafi staðið sig eins og hetja og gekk þetta allt eins og í sögu. Um 10.30 í morgun byrjuðu verkirnir, og um kl 15 voru þeir komnir á fullt en þá fór ég með Kristófer til Kristínar sem passaði hann á meðan þessu stóð. Ég og Sonja(El Hero) vorum svo komin upp á spítala um kl. 16, og drengurinn kom í heiminn 45 mínutum seinna. Hetjan hún Sonja gerði þetta allt án þess að fá einu einustu deyfingu, eins og í fæðingunni hjá Kristófer. Þegar við komum upp á spítala þá var Sonja komin með fulla útvíkkun og var því strax drifin inn á fæðingarstofu. Eitt get ég sagt að Sonja fær hæstu einkun rokkstiga sem gefin er fyrir þessa frammistöðu og er ég fullviss um að erfitt verður að slá þessu við.
Núna er ég heima með Kristófer á meðan Sonja og nýfæddur eru upp á spítala, en þau mega koma heim á sunnudaginn. Á morgun ætlum við feðgarnir að kíkja á mæðginin og Kristófer ætlar að færa litla bróður skemmtilegan pakka. Aftur á móti þá veit Kristófer ekki að litli bróðir er þegar búinn að versla pakka fyrir stóra bróðir, þannig að gaman að verður að sjá þegar þeir hittast á morgun. Annars læt ég þetta nægja í bili og læt myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.2.2007 | 16:31
Stupidity is King in Liverpool
Ég fann eina skemmtilega frétt frá Dubai varðandi yfirtökuna á Liverpool. Svo virðist sem að Liverpool hafi ekki alveg gert rétt hlutina eða ég er nokkurn vegin sammála þessari frétt. Held að DIC muni bara kaupa annað lið í deildinni og gera það að algjöru stórveldi. En kannski veit maður ekki alla söguna, en mín tilfinning er sú að betra sé að selja íþróttalið til þeirra sem eitthvað vita um sportið.
The news that DIC have pulled out making an offer for Liverpool FC has started to hit the wires and to be honest I don't blame Dubai International Capital (DIC) for pulling out. The Liverpool board have effectively made the worst business decision ever in the history of the world!
You don't turn down the Sheikhs in business, it's not the done thing they will take their money and go elsewhere. All I can say, and this is as a Liverpool fan, it serves the board right. Although I was all for examining other bids the board should have known how close the DIC deal was they should have sensed the anger in Sheikh Mohammed.
And to be quite honest it still is incomprehensible how the deal fell apart. Gillet has only offered £8m more than the DIC offer, and when you're bandying around figures of over £80m, it is hardly a splash in the ocean. Indeed, the last thing DIC would want to get into was a bidding war!
Let's work this out, Dubai will have it's own Sports City in a few years; clubs are lining up to create acadamies there; Man Utd already have one and Liverpool would have been in prime position to get the pick of the developments.
DIC are a billion pound mega monster of a company, who could buy George Gillet out about 10 times and still have money left to waste away. Mohammad Al-Anasari is Liverpool fan, he was buying the club not for money but for football and only that. George Gillet is the only man to ever make a bid for a football club who is worse than Malcolm Glazer.
This is a shock to me and a shock to us all!
Heimild. Thedubailife.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2007 | 20:45
College of Staten Island
Núna er skólinn kominn á fullt og ég er að fara í tíma í kvöld. Í hreinskilni sagt þá er ég ekki að nenna að fara í kvöld, væri líka til í að vera bílandi en það er annað mál.
Eitthvað virðast spádómar mínir vera að fara út í sandinn í sambandi við komu bumbubúans. Því einungis er eftir 8. febrúar af minni spá og er sá dagur á morgun. Ætli ég muni ekki reyna allt til að láta þetta rætast og stjana við dúlluna í kvöld.... Spurning bara hvað virkar best.
Annars í gær þá tók ég mig til og snoðaði Kristófer, en það fauk heldur betur í Sonju þegar hún sá hvað ég hafði gert. Hún skrapp nefnilega í skoðun og þá ákvað ég að klippa hann. Ég hélt að ég fengi nokkra plúsa í klattann því við höfðum talað um að gera þetta. En eins og sannur karlmaður misskildi ég þetta eitthvað og tók aðeins meira en átti að gera, og afleiðingarnar urðu þær að ég fékk fjöldan allan af mínusstigum, sem ég þarf að vinna í að ná tilbaka á næstunni.
Það er ekkert spennandi að frétta héðan eins og er, við bíðum bara og bíðum eftir að minnsti kallinn láti sjá sig. Ég ætla að vona að hann muni láta sjá sig á morgun, vonum það besta.
Kveðja frá NY
Arnar Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)