Blood Diamond

Það voru sannar sorgarfréttir sem ég sá í dag.... þetta var hrikalegt, ég trúði ekki mínum eigin augum en þetta var það sem maður mátti búast við. Robbie Fowler kveður Liverpool og veit ég að þetta særir alla, hvort þeir séu Liverpool menn eða ekki. Ég held að ég verði að gera allt sem í mínu valdi stendur og reyna að horfa á kveðjuleikinn á sunnudaginn.

Svo er það spurning, ætti ég að væla og nöldra eitthvað útaf Eurovision, æji nei ég held ekki. Gagnast ekkert en ég held að lausnin sé að syngja næst á rússnesku. Senda góðan íslenskan söngvara, semja textann á rússensku og það slær í gegn. Jafnvel eitt gott Rússneskt rokk. Rósinkrans að rokka á rússnesku, ekkert annað en eitt stórt rokkstig.

Í morgun þá byrjuðum við daginn á að fara í vegabréfsleiðangur fyrir Jónatan, en eins og allt hérna þá tók það allan daginn og kostaði ekki nema 25.000 kr að fá bréfið. En plúsinn er að Jónatan er með tvöfalt ríkisfang og er því gjaldgengur í Bandaríska landsliðið í handbolta, sem er ekki slæmt. Fara á ólympíuleikana og HM. Veit að Villi drengurinn blótar núna, því þetta er einmitt sem hann er að vinna í, koma sér í handbolta landslið Bandaríkjanna fyrir ÓL 2012. Hann er kominn með slagorðið "Free Willy 2012"

Í gær þá kláraði ég asskoti stóran áfanga í skólanum, var með kynningu á hópaverkefninu þar sem ég er einn i hóp og það gekk bara mjög vel. Á bara eftir að taka eitt próf, skila einu verkefni og hópaverkefnisskýrslunni og þá er ég búinn. Klára kl. 21 að íslenskum tíma 17. Mai. Það er einmitt dagurinn sem GB and the People koma til okkar, það verður nú stuð. Um leið og ég kem heim þá ætla ég að opna Rosemount rauðvín, blanda góða margarítu eða annan kokteil, kannski fá mér góðan vindil og taka á móti gestunum. 

En auðvitað verður maður að nefna það að það eru aðeins nokkrir dagar í Íslandsferðina, held að höfuðið á Sonju sé búið að breytast í einn stórann niðurteljara. Kveð í bili og hlökkum til að sjá ykkur.

Biða að heilsa úr hitanum.

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Mig rámar nú í einhverja vilta handboltadrauma og USA hjá þér.. Eða er mér að misminna?

Ingi Björn Sigurðsson, 13.5.2007 kl. 12:03

2 identicon

Mmmm Rosemount rauðvín, ég skal skála við þig, elsku dúllan mín. Veit að þetta mun allt ganga rosa vel hjá þér og þú getur drukkið vel af rauðvíninu og kokteilunum með mjög góðri samvisku. Svo ertu náttúrulega þessi lukkunnar pamfíll með gullfallega eiginkonu og yndislega 2 sætabrauðsdrengi, lífið leikur við þig. :) SKÁL!!!!

Helga María Fressmann (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 21:23

3 identicon

Ég þakka nú bara fyrir að lesa þetta blogg því ekki vissi ég að maðurinn minn væri orðinn nikótínfikill og farinna að þrá vindla   En ég og strákarnir tökum með glöðu geði þátt í próflokunum hjá þér þó að ekki verði mikið um reykingar og kokteila hjá okkur hahaha. 

Yfir og út

Sonja (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband