St. Patricks day

Í gær var St. Patricks dagurinn haldinn hér í Bay Ridge. Það safnaðist margmenni hérna í götunni fyrir ofan okkur til að taka þátt í skrúðgöngunni. Ég get svarið það að ég hef aldrei séð eins mikið saman safn af sekkjarpípum og í gær. Allur bærinn var litaður grænn og fólk klæddi sig upp í fína græna dressið sitt. Það var mjög gaman að vera vitni af þessu því við vissum ekkert af skrúðgöngunni þegar við fórum út og duttum fyrir tilviljun í hana.

Í dag tók ég upp þráðinn og undirbjó mig fyrir áfrýjunina sem verður á fimmtudaginn og ég verð að segja að ég er kominn með svo mikið ógeð af þessu máli og hvað þá af hundaskítnum, sem ég ætla að fara að kalla "niðurganginn" núna. Ætla að tala um hana í réttarsalnum sem Mrs. Diarrhia, yes your honor, but Mrs. Diarrhia ows us money and she is evil and ugly.

Mamma verður hjá okkur fram á miðvikudag og hefur hún aðstoðað okkur mikið varðandi strákana, og hún var svo góð í gær að vera með þá báða á meðan við fórum út að borða til að halda upp á 8 ára afmæli okkar. Við fórum á ágætis grískan stað, héldum reyndar að hann væri betri en það var reyndar stappað á staðnum út af St. Patricks deginum. Annars áttum ég og dúllan mín mjög góða stund saman og það var langt síðan við fórum eitthvað tvö ein. Við vorum samt svolítið óstyrk útaf drengjunum og ég held að við höfum borðað á methraða, og þegar við vorum að ganga heim þá var dúllan orðin frekar stressuð og vildi hlaupa heim. Þegar við komum heim þá var allt í himna lagi og amman var með fullt control á öllu saman.

Ég var að muna eftir einu skemmtilegu atviki sem kom gerðist hérna fyrir einhverju síðan. Eins og þeir sem þekkja frúna vita að hún er stundum, jafnvel oft með heppnina nokkra metra fyrir aftan sig. Það gerist nefnilega af og til að setningar koma aðeins öðruvísi útúr munninum á henni heldur en hún hugsar sér. Það var þannig að frúin ætlaði sér að segja að Asíbúar væru út um allt hérna og að þeir væru að tröllríða öllu. En það sem kom út úr henni var "Æ þessir Asíbúar eru bókstaflega að ríða öllu hérna"´frúin sagði þetta án þess að blikka og átta sig á þessu. Til þess að bæta við þetta þá var þetta ekki í seinasta sinn sem hún talaði um að "ríða" öllu í stað þess að "tröllríða" öllu.

Kveðja frá Brooklyn

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Linda Reynisdóttir

Já það er ekki af honum Sonna skafið, ótrúlega frjó þegar kemur að íslensku máli (sem og öðru).  Gott að þetta máltæki er ekki til í Usa, gæfi ekki í hvernig því yrði tekið þegar hún færi að slá um sig með stóru orðunum.  Mvohahaha eins og hún segir.

Margrét danadrottning.

Sólbjörg Linda Reynisdóttir, 26.3.2007 kl. 21:49

2 identicon

DUDE, contact as soon as possible, photos ready :D

Villi Gauti (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband