Sunnudagur til sælu!!!!!

Það má með sanni segja að sunnudagur sé til sælu því dagurinn í dag byrjaði mjög svo yndislega. Við vöknuðum eldsnemma eins og vanalega og svo þegar ég ætlaði að koma mér í lærdóminn kl. 8 í morgun þá blasti við mér þessi frábæra sjón þegar ég kveikti á tölvunni. Það var nefnilega þannig að það kviknaði ekki á henni og það koma alveg sama dæmi og þegar hún hrundi fyrir tveimur mánuðum. Ég ætlaði algjörlega að missa mig í pirringi og öllu tilheyrandi, ég hótaði meiri segja helv.... tölvudruslunni að hún skildi nú fara beinustu leið út um gluggann ef hún ætlaði ekki vera svo væn að kveikja á sér. En til allrar óhamingju þá gerði hún það ekki, helv.... andsk.... djö.... tölvudruslan þín Angry.

Ég er búinn að vera að vinna hörðum höndum við að klára öll verkefni því ég verð að vinna hjá Ferðamálaráði í næstu viku og ég fæ að taka prófin fyrr en áætlað var. En það kom svo i ljós um kl. 17 í dag að andsk.... harði diskurinn hrundi aftur og öll mín verkefni fóru í súginn, sem betur fer á ég hluta af hópaverkefninu þar sem ég er einn í hóp á blaði. Ég tapaði tveimur öðrum verkefnum algjörlega sem ég á að skila í mai, ég var búinn með þau bæði. En það þýðir samt ekki að leggjast í hýði því þetta hefði getað farið verr og ég ætla bara að treysta á að ég muni sem mest af verkefnum. 

Annars er dagurinn búinn að vera ágætur þá sérstaklega matarlega séð, en hún Sonja mín eldaði alveg klikkaðan Hawaiskan kjúkling sem ég borðaði algjörlega með bestu list. Ætli þetta sé ekki það sem standi upp úr þessum degi, ég gleymdi algjörlega að fá mér kaffi i dag, sem er slæmt því ég hefði alveg mátt við smá eða miklu koffeini. Farinn í háttinn.

Góða nótt og dreymi þig vel.

Arnar Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband